Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2022 17:05 Hekluskógar kallast verkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem felst í endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Vísir Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11