Öndum með nefinu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2022 18:00 Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar