Brasilía flaug inn í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 21:05 Neymar fagnar marki sínu. Francois Nel/Getty Images Brasilía vann öruggan 4-1 sigur á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Öll mörk leiksins má sjá hér að neðan. Það tók Brasilíu ekki langan tíma að tryggja sæti sitt í átta liða úrslitum þó svo að leikurinn hafi á endanum verið 90 mínútur plús dágóður uppbótartíma. Neymar var mættur aftur í byrjunarlið Brasilíu og það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að gulklæddir leikmenn Brasilíu ætluðu sér ekkert annað en sigur. Fyrsta markið kom strax á 7. mínútu leiksins þegar Raphinha gerði vel á hægri vængnum og gaf á endanum inn á teig þar sem Vinicíus Junior tók við boltanum í mestu makindum og smellti honum svo í netið. Brasilía er komið yfir á sjöttu mínútu með marki frá Vinicius Jr. pic.twitter.com/KdZLgBvZE2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Örskömmu síðar var Richarlison sparkaður niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Seung-Gyu Kim, markvörður Suður-Kóreu, reyndi að taka Neymar úr jafnvægi en virtist einfaldlega taka sjálfan sig úr jafnvægi. Neymar skoraði nefnilega af öryggi og staðan orðin 2-0 þegar enn var rúmlega hálftími eftir af fyrri hálfleik. Markið þýðir að Neymar hefur nu skorað 76 mörk í 123 landsleikjum. Hann er því aðeins einu marki frá því að jafna markamet Pelé fyrir brasilíska landsliðið. Neymar skorar örugglega úr vítaspyrnunni og kemur Brasilíu í 2-0 pic.twitter.com/e8GDv4tBVG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Suður-Kórea komst næstum inn í leikinn með þrumuskoti Hee-Chan Hwang en Alisson varði meistaralega í marki Brasilíu. Um var að ræða fyrsta skotið sem Alisson þurfti að verja í mótinu en hann stóð ekki vaktina þegar Brasilía tapaði nokkuð óvænt fyrir Kamerún í lokaleik riðlakeppninnar. Alison með góða markvörslu eftir gott skot af löngu færi pic.twitter.com/Tj1CoeIxGu— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Þó Alisson hafi þurft að verja nokkur skot til viðbótar í fyrri hálfleik þá voru það sóknarmenn liðsins sem blómstruðu. Richarlison skoraði sitt þriðja mark á mótinu eftir frábæran samleik á 29. mínútu. Thiago Silva lagði markið upp og varð um leið elsti leikmaður í sögu HM til að gefa stoðsendingu. Brasilía er komið í 3-0 eftir tæpan hálftíma leik - Richarlison skorar eftir stórkostlega spilamennsku Brasilíumanna pic.twitter.com/U9hMZSSr2b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Lucas Paquetá, miðjumaður West Ham United, bætti við fjórða markinu eftir frábæran undirbúning Vinicíus Junior á vinstri vængnum. Staðan orðin 4-0 og var hún þannig þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hvar endar þetta - 4-0 og það er ennþá fyrri hálfleikur. Lucas Paqueta skorar á 35. mínútu pic.twitter.com/vxnjxQx7oj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Síðari hálfleikur var eðlilega heldur rólegri en sá fyrri. Raphinha gerði þó sitt allra besta til að skora fimmta mark Brasilíu en allt kom fyrir ekki, alltaf var Kim vel á verði í marki Suður-Kóreu. Á hinum enda vallarins varði Alisson einnig áfram vel en hann kom engum vörnum við þegar Paik Seung-Ho lét vaða að marki á 76. mínútu leiksins. Suður-Kórea skorar mark eftir góða aukaspyrnu, það er varamaðurinn Sung-Ho Paik sem á þetta mark á 77. mínútu pic.twitter.com/EKWlyYOk79— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Boltinn var þá skallaður frá eftir aukaspyrnu frá hægri. Hann barst til Seung-Ho sem lét vaða að marki, skotið hafði viðkomu í Thiago Silva og endaði alveg út við stöng. Alisson kom engum vörnum við og staðan orðin 4-1. Fleiri urðu mörkin ekki og Brasilía komið áfram í 8-liða úrslit HM þar sem Króatía bíður. HM 2022 í Katar Fótbolti
Brasilía vann öruggan 4-1 sigur á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Öll mörk leiksins má sjá hér að neðan. Það tók Brasilíu ekki langan tíma að tryggja sæti sitt í átta liða úrslitum þó svo að leikurinn hafi á endanum verið 90 mínútur plús dágóður uppbótartíma. Neymar var mættur aftur í byrjunarlið Brasilíu og það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að gulklæddir leikmenn Brasilíu ætluðu sér ekkert annað en sigur. Fyrsta markið kom strax á 7. mínútu leiksins þegar Raphinha gerði vel á hægri vængnum og gaf á endanum inn á teig þar sem Vinicíus Junior tók við boltanum í mestu makindum og smellti honum svo í netið. Brasilía er komið yfir á sjöttu mínútu með marki frá Vinicius Jr. pic.twitter.com/KdZLgBvZE2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Örskömmu síðar var Richarlison sparkaður niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Seung-Gyu Kim, markvörður Suður-Kóreu, reyndi að taka Neymar úr jafnvægi en virtist einfaldlega taka sjálfan sig úr jafnvægi. Neymar skoraði nefnilega af öryggi og staðan orðin 2-0 þegar enn var rúmlega hálftími eftir af fyrri hálfleik. Markið þýðir að Neymar hefur nu skorað 76 mörk í 123 landsleikjum. Hann er því aðeins einu marki frá því að jafna markamet Pelé fyrir brasilíska landsliðið. Neymar skorar örugglega úr vítaspyrnunni og kemur Brasilíu í 2-0 pic.twitter.com/e8GDv4tBVG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Suður-Kórea komst næstum inn í leikinn með þrumuskoti Hee-Chan Hwang en Alisson varði meistaralega í marki Brasilíu. Um var að ræða fyrsta skotið sem Alisson þurfti að verja í mótinu en hann stóð ekki vaktina þegar Brasilía tapaði nokkuð óvænt fyrir Kamerún í lokaleik riðlakeppninnar. Alison með góða markvörslu eftir gott skot af löngu færi pic.twitter.com/Tj1CoeIxGu— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Þó Alisson hafi þurft að verja nokkur skot til viðbótar í fyrri hálfleik þá voru það sóknarmenn liðsins sem blómstruðu. Richarlison skoraði sitt þriðja mark á mótinu eftir frábæran samleik á 29. mínútu. Thiago Silva lagði markið upp og varð um leið elsti leikmaður í sögu HM til að gefa stoðsendingu. Brasilía er komið í 3-0 eftir tæpan hálftíma leik - Richarlison skorar eftir stórkostlega spilamennsku Brasilíumanna pic.twitter.com/U9hMZSSr2b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Lucas Paquetá, miðjumaður West Ham United, bætti við fjórða markinu eftir frábæran undirbúning Vinicíus Junior á vinstri vængnum. Staðan orðin 4-0 og var hún þannig þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hvar endar þetta - 4-0 og það er ennþá fyrri hálfleikur. Lucas Paqueta skorar á 35. mínútu pic.twitter.com/vxnjxQx7oj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Síðari hálfleikur var eðlilega heldur rólegri en sá fyrri. Raphinha gerði þó sitt allra besta til að skora fimmta mark Brasilíu en allt kom fyrir ekki, alltaf var Kim vel á verði í marki Suður-Kóreu. Á hinum enda vallarins varði Alisson einnig áfram vel en hann kom engum vörnum við þegar Paik Seung-Ho lét vaða að marki á 76. mínútu leiksins. Suður-Kórea skorar mark eftir góða aukaspyrnu, það er varamaðurinn Sung-Ho Paik sem á þetta mark á 77. mínútu pic.twitter.com/EKWlyYOk79— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2022 Boltinn var þá skallaður frá eftir aukaspyrnu frá hægri. Hann barst til Seung-Ho sem lét vaða að marki, skotið hafði viðkomu í Thiago Silva og endaði alveg út við stöng. Alisson kom engum vörnum við og staðan orðin 4-1. Fleiri urðu mörkin ekki og Brasilía komið áfram í 8-liða úrslit HM þar sem Króatía bíður.