Fótbolti

Umdeildur dómari sendur heim af HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi ræðir við spænska dómarann Mateu Lahoz í leik Argentínu og Hollands.
Lionel Messi ræðir við spænska dómarann Mateu Lahoz í leik Argentínu og Hollands. AP/Jorge Saenz

Spænski dómarinn Mateu Lahoz dæmir ekki fleiri leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar þrátt fyrir að það séu fjórir leikir eftir og Spánverjar úr leik.

Spænski fjölmiðilinn COPE segir frá því að dómarinn hafi verið sendur heim.

Lahoz dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum og fékk mikla gagnrýni fyrir.

Lahoz setti meðal annars nýtt met í gulum spjöldum á HM. Alls lyfti hann fimmtán gulum spjöldum í leiknum.

Fjölmiðilinn skrifar ekki um hvort að Lahoz hafi átt að dæma fleiri leiki á mótinu.

Hann dæmdi alls þrjá leiki á heimsmeistaramótinu en Mateu Lahoz hafði áður dæmt opnunarleik Katar og Senegal og leik Bandaríkjanna og Írans.

Það er búið að ákveðja hverjir dæma undanúrslitaleikina. Ítalinn Daniele Orsato dæmir leik Argentínu og Króatíu en Brasilíumaðurinn Raphael Claus dæmir leik Frakklands og Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×