Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 11:26 Kaup á bláa merkinu eru möguleg að nýju. STR/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Twitter þar sem segir að fyrir átta dali á mánuði, um 1.100 krónur, muni áskrifendur fá hið fræga bláa merki við reikning sinn, þó eftir að þeir hafi sent inn staðfestingu á auðkenni. Sem stendur er áskriftin aðeins í boði fyrir notendur í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi. Áform eru þó uppi um að gera áskriftarleiðina aðgengilega í fleiri löndum. Misnotað síðast Skömmu eftir að auðkýfingurinn Elon Musk festi kaup á Twitter hóf fyrirtækið að selja notendum aðgang að bláa merkinu, sem hafði falið í sér að Twitter ábyrgist að sá sem segist vera á bak við reikninginn sé það í raun og veru. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega þar sem þetta gerði það að verkum notendur gátu búið til til reikning á Twitter, látið hann heita hvað sem er en samt sem áður öðlast auðkenningu með því að greiða fyrir það það átta dali á mánuði. Aragrúi notenda nýtti þetta til að búa til reikninga í nafni frægs fólks og jafnvel fyrirtækja. Í kjölfarið var áskriftarleiðin tekin úr sambandi. Nú er þessi nýja áskriftarleið hins vegar komin aftur til sögunnar, ásamt ýmsum öðrum kostum sem ekki bjóðast venjulegum notendum samfélagsmiðilsins. Gerir Twitter ráð fyrir að áskrifendur muni sjá færri auglýsingar, geta sent inn lengri myndbönd, njóta forgangs í leitarniðurstöðum og öðrum samskiptum, svo dæmi séu tekin. Einna þyngst vegur mögulega að áskriftinni mun fylgja möguleikinn á því að breyta tístum, eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir. Gert er ráð fyrir því að áskrifendur geti breytt tístum í allt að þrjátíu mínútur eftir að þau eru sett í loftið. Breytt tíst verða auðkennd með sérstöku merki. we’re relaunching @TwitterBlue on Monday – subscribe on web for $8/month or on iOS for $11/month to get access to subscriber-only features, including the blue checkmark 🧵 pic.twitter.com/DvvsLoSO50— Twitter (@Twitter) December 10, 2022 Til að minnka möguleikann á því að kaup á bláa merkinu verði misnotuð líkt og síðast þegar áskriftarleiðin var kynnt til sögunnar munu áskrifendur missa merkið tímabundið ef þeir breyta nafni aðgangsins Twitter, notendanafni eða mynd. Mun merkið ekki birtast að nýju fyrr en Twitter hefur farið yfir breytingarnar. Athygli vekur þó að notendur iPhone-síma Apple þurfa að greiða hærra verð en aðrir, eða ellefu dali, um 1.600 krónur. Ekki hefur verið gefin skýring á því hverju þessi munur sætir. Í frétt Guardian eru leiddar líkur að því að þetta sé til þess að vega upp á móti því að Apple tekur til sín allt að 30 prósent hlut fyrir kaup í gengum smáforritaverslun tæknirisans. Samfélagsmiðlar Twitter Tækni Neytendur Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. 18. nóvember 2022 07:44 Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama. 12. nóvember 2022 17:53 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Twitter þar sem segir að fyrir átta dali á mánuði, um 1.100 krónur, muni áskrifendur fá hið fræga bláa merki við reikning sinn, þó eftir að þeir hafi sent inn staðfestingu á auðkenni. Sem stendur er áskriftin aðeins í boði fyrir notendur í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi. Áform eru þó uppi um að gera áskriftarleiðina aðgengilega í fleiri löndum. Misnotað síðast Skömmu eftir að auðkýfingurinn Elon Musk festi kaup á Twitter hóf fyrirtækið að selja notendum aðgang að bláa merkinu, sem hafði falið í sér að Twitter ábyrgist að sá sem segist vera á bak við reikninginn sé það í raun og veru. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega þar sem þetta gerði það að verkum notendur gátu búið til til reikning á Twitter, látið hann heita hvað sem er en samt sem áður öðlast auðkenningu með því að greiða fyrir það það átta dali á mánuði. Aragrúi notenda nýtti þetta til að búa til reikninga í nafni frægs fólks og jafnvel fyrirtækja. Í kjölfarið var áskriftarleiðin tekin úr sambandi. Nú er þessi nýja áskriftarleið hins vegar komin aftur til sögunnar, ásamt ýmsum öðrum kostum sem ekki bjóðast venjulegum notendum samfélagsmiðilsins. Gerir Twitter ráð fyrir að áskrifendur muni sjá færri auglýsingar, geta sent inn lengri myndbönd, njóta forgangs í leitarniðurstöðum og öðrum samskiptum, svo dæmi séu tekin. Einna þyngst vegur mögulega að áskriftinni mun fylgja möguleikinn á því að breyta tístum, eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir. Gert er ráð fyrir því að áskrifendur geti breytt tístum í allt að þrjátíu mínútur eftir að þau eru sett í loftið. Breytt tíst verða auðkennd með sérstöku merki. we’re relaunching @TwitterBlue on Monday – subscribe on web for $8/month or on iOS for $11/month to get access to subscriber-only features, including the blue checkmark 🧵 pic.twitter.com/DvvsLoSO50— Twitter (@Twitter) December 10, 2022 Til að minnka möguleikann á því að kaup á bláa merkinu verði misnotuð líkt og síðast þegar áskriftarleiðin var kynnt til sögunnar munu áskrifendur missa merkið tímabundið ef þeir breyta nafni aðgangsins Twitter, notendanafni eða mynd. Mun merkið ekki birtast að nýju fyrr en Twitter hefur farið yfir breytingarnar. Athygli vekur þó að notendur iPhone-síma Apple þurfa að greiða hærra verð en aðrir, eða ellefu dali, um 1.600 krónur. Ekki hefur verið gefin skýring á því hverju þessi munur sætir. Í frétt Guardian eru leiddar líkur að því að þetta sé til þess að vega upp á móti því að Apple tekur til sín allt að 30 prósent hlut fyrir kaup í gengum smáforritaverslun tæknirisans.
Samfélagsmiðlar Twitter Tækni Neytendur Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. 18. nóvember 2022 07:44 Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama. 12. nóvember 2022 17:53 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26
Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. 18. nóvember 2022 07:44
Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða. Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama. 12. nóvember 2022 17:53