Klisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. desember 2022 09:30 Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Svf. Árborgar 2023-2026 var lögð fram til fyrri umræðu 23. nóvember og seinni umræðu og staðfest þann 14. desember sl. í bæjarstjórn. Það verður að segjast eins og er strax í upphafi að fjárhagsáætlunin og gjaldskrárhækkanirnar sem fylgja eru mikil vonbrigði ef tekið er mið af fagurgala meirihluta bæjarstjórnar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor og yfirlýsingum formanns bæjarráðs í fjölmiðlum í kjölfar birtingar mikillar hækkunar fasteignamats í sumarbyrjun. Aftur á móti stendur hún vel undir væntingum þegar litið er til þess hve meirihluti bæjarstjórnar tekur starf sitt og ábyrgð af mikilli léttúð. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Fyrsta verk nýs bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu var að hækka laun formanns bæjarráðs um 310%, ofan á föst bæjarfulltrúalaun og þóknanir fyrir formennsku í fastanefnd og nefndum byggðasamlaganna. Laun og þóknanir sem skila formanni bæjarráðs yfir einni og hálfri milljón króna á mánuði. Laun og þóknanir sem honum eru reyndar ekki þóknanleg. Formaður bæjarráðs ásælist meira, hann vill bæjarstjórastólinn á miðju kjörtímabili með þeim aukaþóknunum og bílastyrkjum sem fylgja. Tveggja milljóna króna maður í tvö ár fyrir sjálfan sig var þá stóra takmarkið á pólitíska æviskeiðinu. Það var nú allt of sumt. Ábyrg fjármálastjórnun - Hvaða klisja er það? Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Þegar tillaga barst um það frá minnihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í bæjarstjórn nú í desember, að sjálftaka formanns bæjarráðs yrði afturkölluð, var hún felld með sex atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Norðan fjórir blés úti við fundarsalinn. Á næsta bæ hefði það talist eðlilegt í norðangarranum að samþykkja tillögu minnihlutans ef fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri eins „grafalvarleg“ og látið hefur verið í ljós af bæjarstjórnarmeirihlutanum og fylgitunglum fram að þessu. Með því að samþykkja tillöguna hefði sparast hærri fjárhæð heldur en sparast við þá þjónustuskerðingu sem nú tekur við þegar stytta á opnunartíma leikskólanna í sveitarfélaginu. Verjum grunnþjónustuna – Hvaða klisja er það? Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Í greinargerð Sjálfstæðisflokksins með fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að tekjur vegna sölu eigna verði um 700 milljónir króna. Og svo segir ennfremur án þess að það sé útskýrt nánar , að það „sé nauðsynlegt að stefna að enn frekari sölu eigna sem hefði tilheyrandi tekjuaukningu í för með sér fyrir bæjarsjóð“. Í eignasafni Svf. Árborgar er nú ekki um auðugan garð að gresja með söluvænlegar eignir aðrar en þær sem þjónusta íbúana nema þá kannski helst ókláraði menningarsalurinn í Hótel Selfoss og síðan Selfossveitur. Hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur þær tvær eignir í huga sem söluvöru hefur ekki komið fram opinberlega en það væri vissulega mikil hneisa ef þær eignir yrðu seldar eða afhentar fáum útvöldum. Auk þess að þá hafa slíkar einskiptisaðgerðir eingöngu áhrif til góðs á rekstrareikninginn til eins árs og mætti líkja þeim við að pissa í skóinn sinn. Aukum tekjuöflun - Hvaða klisja er það? Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Bæjarstjórnarmeirihlutinn segist ætla að vinna áfram að því á nýju fjárhagsári að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hagræðingarkrafan sem nú er ráðist í er 100 milljónir króna sem er há upphæð ef miðað er við tekjur heimila en er eingöngu um hálft prósent af rekstrarútgjöldum sveitarfélagsins sem jafngilti því að meðalfjölskyldan myndi hagræða hjá sér í útgjöldum um 2. til 3.000 krónur á mánuði, hálfri Dominos extra pizzu. Það eru nú öll ósköpin sem lagt hefur verið á sig í hagræðingarvinnu bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að vinna þá vinnu sem þau eru kjörin til að vinna að þá lítur bæjarstjórnarmeirihlutinn sér fjær og leggur hagræðingavinnuna á heimilin í Árborg. Það eru nefnilega heimilin sem nú þurfa að hagræða í heimilisbókhaldinu til að standa undir gjöldunum sem fleytt er kinnroðalaust yfir á heimilin. Hækkun fasteignagjalda og annarra gjalda auk skertrar þjónusta þvert á loforð um annað þarf nú hvert heimili í Árborg að leysa fyrir sig. Enda krefst bæjarstjórnarmeirihlutinn nú ríflega 100.000 krónum meira frá heimilinum sem jafngildir því að um 25 Dominos extra pizzum á ári sé bætt við heimilisbókhaldið. Heimilin þurfa því nú að leggja á sig fimmtíufalda vinnu við hagræðingu hjá sér á við þá sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á sig við sína vinnu. Hagræðum í rekstri – Hvaða klisja er það? Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar