Ekki skjóta sendiboðann Valgerður Árnadóttir skrifar 1. janúar 2023 17:31 Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun