Á að ritskoða kennara? Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:00 Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun