Og hvað svo? Tryggvi Sch. Thorsteinsson skrifar 2. febrúar 2023 14:30 Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar