Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. apríl 2025 09:02 Af fréttum RÚV og fréttatengdu efni um veiðileyfafrumvarp ríkisstjórnarinnar má ráða, að máttarstólpar þjóðfélagsins – okkar nýríku milljarðamæringar – sæti ómaklegum ofsóknum af hálfu stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin sé á góðri leið með að „slátra mjólkurkúnni“, sem hingað til hafi fært okkur björg í bú. RÚV flytur okkur þennan hræðsluáróður kvölds og morgna, án þess að reyna að bjóða uppá gagnrýnar fréttaskýringar, byggðar á staðreyndum. Við vitum ekki, hvort þessi dapurlega vanræksla stjórnast fremur af hræðslugæðum eða vangetu. Um Moggann þarf ekki að spyrja. Hann er beinlínis gerður út af milljarðamæringunum. Þeir borga árlegan hallarekstur blaðsins með glöðu geði, enda munar þá ekkert um slíkt smáræði. Öðruvísi mér áður brá, þegar Matthías og Styrmir réðu húsum í Hádegismóum. Lög eða látalæti? Lögum samkvæmt er fiskveiðiauðlindin sameign þjóðarinnar. Lögum samkvæmt má ekkert einstakt útgerðarfyrirtæki hafa forræði yfir meira en 12% veiðileyfa. Lögum samkvæmt byggja veiðileyfin – gríðarlega fémæt sem þau eru – á tímabundnum nýtingarrétti; þau mynda hvorki lögvarinn eignarétt né bótarétt á ríkið, ef þau eru afturkölluð. Þetta segja lögin. Allar eru þessar grundvallarreglur löggjafarinnar einskis virtar í framkvæmd. Fyrirtækjasamsteypur skyldra aðila meira en tvöfalda veiðiheimildir sínar í reynd. Rúmlega 10 fyrirtækjasamsteypur ráða yfir 2/3 hlutum allra aflaheimilda. Handhafar veiðiheimilda leigja, selja, kaupa, erfa, veðsetja og arfleiða veiðiheimildir, eins og um þeirra eigin eign sé að ræða. Þeim er m.a.s. skipt bróðurlega við hjónaskilnaði. Alþingi hefur, hingað til, látið eins og það viti ekki af þessu. Öfugmæli Eigandi veiðiheimildanna að nafninu til – þjóðin – sem leigir út afnotaréttinn, hefur hingað til ekki fengið neinar leigutekjur umfram kostnað þjóðarinnar af þjónustu við sjávarútveginn. Veiðileyfamillunum, sem hafa m.a. fjárfest í leigublokkum á höfuðborgarsvæðinu, þætti þetta lélegur „business“. Að kalla leigu fyrir einkaafnot af þjóðarauðlindinni – sem gerði þessa menn ofurríka – „landsbyggðarskatt“, er einum of langt gengið. Það er nefnilegaöfugmæli. Það er einmitt landsbyggðin, sem mun sérílagi njóta góðs af raunverulegum leigutekjum af veiðileyfum, í formi innviðauppbyggingar í samgöngum og heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Þar nemur vanræksla fyrri ríkisstjórna hundruðum milljarða. Lítil fjölskyldufyrirtæki í sjávarplássum geta notið stighækkandi frítekjumarks, ef þörf krefur. Í þessu samhengi er ástæða til að rifja upp, að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er tilkomið sem neyðarráðstöfun, til þess að bregðast við neyðarástandi. Svartar skýrslur vísindamanna spáðu yfirvofandi hruni nytjastofna vegna ofveiði. Stjórnvöld (Alþingi og ríkisstjórnir) sáu sig nauðbeygð til að takmarka sókn með valdboði. Niðurstaðan varð úthlutun veiðiheimilda til útgerðarmanna, sem gerðu út á árunum 1979-82. Miðað við veiðireynslu. ÓKEYPIS. Hvers vegna ókeypis? HVERS VEGNA ÓKEYPIS? Það var vegna þess að sjávarútvegurinn var þá (á seinustu áratugum liðinnar aldar) sokkinn í skuldir. Flotinn var alltof stór. Eftir hömlulaust fjárfestingafyllerí í nýjum skipum, til að veiða seinasta þorskinn. Kostnaðurinn var alltof mikill. Allt var rekið með tapi. Engar varanlegar lausnir, nema síendurteknar gengisfellingar. Verðbólga og kjaraskerðing. Ella atvinnuleysi. MEÐ ILLU SKAL ILLT ÚT REKA, segir einhvers staðar. Ástandið kallaði á róttækar breytingar. Skuldaskil. Uppgjör og gjaldþrot fyrirtækja. Úreldingarsjóð til að hraða fækkun skipa. Takmörkun sóknar. Aflamarks – (eða) kvótakerfi. Veiðileyfi er einskonar einkaleyfi. Sá sem fær veiðileyfi fyrir 1000 tonnum af þorski, þarf ekki að óttast að keppinautur á nýju skipi verði fyrri til að hirða aflann. Það á að stuðla að sjálfbærni veiðanna og tryggja arðsemina. Þar með yrði komið í veg fyrir ofveiði of stórs flota, sem ógnaði afrakstri helstu nytjastofna. Þetta átti að stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðamörkuðum. En það tók tíma að snúa tapi í hagnað. Það var vonlaust að rukka veiðileyfagjald fyrr en tapi hafði verið snúið í hagnað. Það tók nokkur ár á seinasta áratug liðinnar aldar. Hundrað milljarðar á ári Árangurinn lét ekki á sér standa. Skipum, sjómönnum og útgerðarmönnum fækkaði, tilkostnaður við útgerð minnkaði, þótt aflaaukning, sem boðuð var, léti á sér standa. Frá og með aldamótunum 2000 mátti íslenskur sjávarútvegur (veiðar og vinnsla) teljast sjálfbær. Afkoman fór síbatnandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum (Hagstofan) hefur hagnaður af veiðum og vinnslu numið 90 – 100 milljörðum króna á ári á undanförnum árum. Þar af hefur auðlindarentan, þ.e. hagnaður umfram allan rekstrarkostnað, numið 50 – 60 milljörðum króna. Þótt við miðum við lægri töluna, gerir það 500 milljarða á áratug. Það munar um minna. AUÐLINDARENTAN er tilkomin fyrir atbeina ríkisins. Hú n verður til við það að ríkið – f.h. eigandans, þjóðarinnar – takmarkar sóknina. Þar með er komið í veg fyrir að kostnaður viðveiðarnaréti upp allan hagnað, eins og tíðkaðist áður fyrr. Við vorum að tala um, hvernig greiða eigi fyrir mörg hundruð milljarða innviðahalla á landsbyggðinni, sem safnast hefur upp á undanförnum árum. Partur af svarinu felst í leigutekjum ríkisins af þjóðarauðlindinni. Hinn parturinn felst í því að loka augljósum götum í núverandi skattkerfi, sem ekki aðeins leyfa – heldur beinlínis hvetja til – skattundandráttar stórefnamanna. Arðsemi Skv. nýlegum upplýsingum frá SFS hefur útgreiddur arður til eigenda í fyrirtækjasamsteypum leyfishafa numið um 30% af hagnaði að jafnaði. Hinn hlutinn situr inni í fyrirtækjunum og eykur verðmæti þeirra. Eignarhaldið er yfirleitt vistað í eignaharldsfélögum (ehf.). Arðstekjur þeirra og söluhagnaður af hlutum er skattfrjáls. Skúffufélög af þessu tagi eru sum hver skráð erlendis, þar sem erfitt er að rekja slóð eigendanna. Sum aðildarríki Evrópusambandsins, eins og t.d. Kýpur, Malta og Liechtenstein (og fleiri), sérhæfa sig í þessari þjónustu. Sama máli gegnir um milliliði (heildsala) sem selja óunninn (ferskan) fisk beint til smásala á erlendum mörkuðum, fyrir mun hærra verð en fæst við löndun á Íslandi. Hafa stéttafélög sjómanna ekkert við þetta að athuga? Hverjir eiga Ísland? Stefán Ólafsson, prófessor, hefur nýlega upplýst, að hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi er mun meiri en í öðrum atvinnuvegum á Íslandi. Það kemur einnig fram í frumvarpsdrögunum. Það hefur verið svo býsna lengi. Það þýðir að fjárfestingar í greininni eru með mesta móti í nýjum skipum og vinnslutækni, þ.á.m. í gervigreind og sjálfvirkni. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð að þessu leyti í heiminum. Sjálfvirkni sem leiðir af tæknibyltingu bætir samkeppnishæfnina. Hún fækkar líka starfsfólkinu. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá SFS, hvernig starfsfólki hefur fækkað á undanförnum árum og hve stór hluti þess er erlent vinnuafl. Það hefur ekki farið fram hjá almenningi, að margir stærstu handhafar veiðileyfa í sjávarútvegi hafa verið atkvæðamiklir fjárfestar í óskyldum greinum á undanförnum árum. Þannig hefur orðið til ný „corporate elite“ (fjármálaaðall) – með ráðandi ítök á mörgum sviðum atvinnulífs og stjórnmála. Við erum að tala um fjárfestingar í skipafélögum, tryggingafélögum, bönkum og fjármálastofnunum, ólíufélögum, ferðaþjónustu, hótelum og veitingastöðum, verktakafyrirtækjum og fasteignum – ekki síst á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur leiguverðið reyndar farið síhækkandi, öfugt við veiðileyfagjöldin. Þar vefst það ekki fyrir eigendum að gera greinarmun á sköttum og leigu! „Fyrirsjáanleiki“ Það er fyrir löngu kominn tími til að binda endi á pólitískt baktjaldamakk og skrumskældar áróðursherferðir veiðileyfishafa, þegar kemur að ákvörðun afnotagjalda að fiskveiðiauðlindinni. Útgerðarmenn, sjómenn, vinnslustöðvar, sveitarfélög og aðrir sem málið varða, þurfa á að halda vissu um rekstrarumhverfi sitt og starfskjör. Það heitir „fyrirsjáanleiki“ nútildags. Lög og reglur um veiðileyfagjöld þurfa að vera skýr og skilmerkileg fram í tímann, þannig að stjórnsýslan geti reiknað út leigugjaldið á hverju fiskveiðiári. Við verðmat ber að miða við markaðsverð heima og erlendis. Annar mælikvarði er einfaldlega ekki marktækur. Er kominn tími til að endurreisa Þjóðhagsstofnun? Auðlindarentan AUÐLINDARENTAN er grundvallarhugtak. Hún er sá huti, sem eftir stendur af hagnaði fyrirtækis, þegar allur rekstrarkostnaður, þ.m.t. kostnaður við að fjármagna viðhald og endurnýjun skipa og búnaðar (fjármagnskostnaður), hefur verið dreginn frá. Auðlindarenta verður til vegna þess að ríkisvaldið, í umboði þjóðarinnar, takmarkar sókn í auðlindina. Ella yrði hún engin. Hún tilheyrir því eiganda auðlindarinnar, þjóðinni. Það eina sem er (pólitískt) samningsatriði er, hvort eigandinn vill gefa afslátt af auðlindarentunni? En er það ekki misskilin góðgerðarstarfsemi að skilja hana alla eftir hjá fáeinum fjölskyldum, sem upphaflega fengu veiðileyfin ókeypis? Það var ekki meiningin í upphafi. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er hóflegt skref í rétta átt. Næsta verkefni er að móta okkur auðlindastefnu til frambúðar. Það varðar ekki bara fiskimiðin og þær auðlindir, sem kunna að leynast undir hafsbotninum. Auðlindastefna, að norrænni fyrirmynd, tekur til landsins alls, þar með talið til eignarhalds á bújörðum. Hún varðar okkar ferska neysluvatn, orkuna í iðrum jarðar og í fallvötnum og ósnortna náttúru Íslands í öllu sínu veldi. Þar eigum við að leita í smiðju frænda okkar Norðmanna, sem eru öllum heiminum fyrirmynd á þessu sviði. H öfundur var á yngri árum háseti á togurum og á lí nuveiðum. Síðar hafði hann sem fjármálaráðherra frumkvæði að grundvallarbreytingum á skattkerfi og tekjustofnum ríkisins. STIKLA „Auð lindarentan verður til fyrir atbeina ríkisins. Af því að ríkið – f.h. þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar – takmarkar sóknina. Þ ar með er komið í veg fyrir að kostnaður við veiðarnar éti upp allan hagnað, eins og tíðkaðist h ér áður fyrr “. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Af fréttum RÚV og fréttatengdu efni um veiðileyfafrumvarp ríkisstjórnarinnar má ráða, að máttarstólpar þjóðfélagsins – okkar nýríku milljarðamæringar – sæti ómaklegum ofsóknum af hálfu stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin sé á góðri leið með að „slátra mjólkurkúnni“, sem hingað til hafi fært okkur björg í bú. RÚV flytur okkur þennan hræðsluáróður kvölds og morgna, án þess að reyna að bjóða uppá gagnrýnar fréttaskýringar, byggðar á staðreyndum. Við vitum ekki, hvort þessi dapurlega vanræksla stjórnast fremur af hræðslugæðum eða vangetu. Um Moggann þarf ekki að spyrja. Hann er beinlínis gerður út af milljarðamæringunum. Þeir borga árlegan hallarekstur blaðsins með glöðu geði, enda munar þá ekkert um slíkt smáræði. Öðruvísi mér áður brá, þegar Matthías og Styrmir réðu húsum í Hádegismóum. Lög eða látalæti? Lögum samkvæmt er fiskveiðiauðlindin sameign þjóðarinnar. Lögum samkvæmt má ekkert einstakt útgerðarfyrirtæki hafa forræði yfir meira en 12% veiðileyfa. Lögum samkvæmt byggja veiðileyfin – gríðarlega fémæt sem þau eru – á tímabundnum nýtingarrétti; þau mynda hvorki lögvarinn eignarétt né bótarétt á ríkið, ef þau eru afturkölluð. Þetta segja lögin. Allar eru þessar grundvallarreglur löggjafarinnar einskis virtar í framkvæmd. Fyrirtækjasamsteypur skyldra aðila meira en tvöfalda veiðiheimildir sínar í reynd. Rúmlega 10 fyrirtækjasamsteypur ráða yfir 2/3 hlutum allra aflaheimilda. Handhafar veiðiheimilda leigja, selja, kaupa, erfa, veðsetja og arfleiða veiðiheimildir, eins og um þeirra eigin eign sé að ræða. Þeim er m.a.s. skipt bróðurlega við hjónaskilnaði. Alþingi hefur, hingað til, látið eins og það viti ekki af þessu. Öfugmæli Eigandi veiðiheimildanna að nafninu til – þjóðin – sem leigir út afnotaréttinn, hefur hingað til ekki fengið neinar leigutekjur umfram kostnað þjóðarinnar af þjónustu við sjávarútveginn. Veiðileyfamillunum, sem hafa m.a. fjárfest í leigublokkum á höfuðborgarsvæðinu, þætti þetta lélegur „business“. Að kalla leigu fyrir einkaafnot af þjóðarauðlindinni – sem gerði þessa menn ofurríka – „landsbyggðarskatt“, er einum of langt gengið. Það er nefnilegaöfugmæli. Það er einmitt landsbyggðin, sem mun sérílagi njóta góðs af raunverulegum leigutekjum af veiðileyfum, í formi innviðauppbyggingar í samgöngum og heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Þar nemur vanræksla fyrri ríkisstjórna hundruðum milljarða. Lítil fjölskyldufyrirtæki í sjávarplássum geta notið stighækkandi frítekjumarks, ef þörf krefur. Í þessu samhengi er ástæða til að rifja upp, að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er tilkomið sem neyðarráðstöfun, til þess að bregðast við neyðarástandi. Svartar skýrslur vísindamanna spáðu yfirvofandi hruni nytjastofna vegna ofveiði. Stjórnvöld (Alþingi og ríkisstjórnir) sáu sig nauðbeygð til að takmarka sókn með valdboði. Niðurstaðan varð úthlutun veiðiheimilda til útgerðarmanna, sem gerðu út á árunum 1979-82. Miðað við veiðireynslu. ÓKEYPIS. Hvers vegna ókeypis? HVERS VEGNA ÓKEYPIS? Það var vegna þess að sjávarútvegurinn var þá (á seinustu áratugum liðinnar aldar) sokkinn í skuldir. Flotinn var alltof stór. Eftir hömlulaust fjárfestingafyllerí í nýjum skipum, til að veiða seinasta þorskinn. Kostnaðurinn var alltof mikill. Allt var rekið með tapi. Engar varanlegar lausnir, nema síendurteknar gengisfellingar. Verðbólga og kjaraskerðing. Ella atvinnuleysi. MEÐ ILLU SKAL ILLT ÚT REKA, segir einhvers staðar. Ástandið kallaði á róttækar breytingar. Skuldaskil. Uppgjör og gjaldþrot fyrirtækja. Úreldingarsjóð til að hraða fækkun skipa. Takmörkun sóknar. Aflamarks – (eða) kvótakerfi. Veiðileyfi er einskonar einkaleyfi. Sá sem fær veiðileyfi fyrir 1000 tonnum af þorski, þarf ekki að óttast að keppinautur á nýju skipi verði fyrri til að hirða aflann. Það á að stuðla að sjálfbærni veiðanna og tryggja arðsemina. Þar með yrði komið í veg fyrir ofveiði of stórs flota, sem ógnaði afrakstri helstu nytjastofna. Þetta átti að stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðamörkuðum. En það tók tíma að snúa tapi í hagnað. Það var vonlaust að rukka veiðileyfagjald fyrr en tapi hafði verið snúið í hagnað. Það tók nokkur ár á seinasta áratug liðinnar aldar. Hundrað milljarðar á ári Árangurinn lét ekki á sér standa. Skipum, sjómönnum og útgerðarmönnum fækkaði, tilkostnaður við útgerð minnkaði, þótt aflaaukning, sem boðuð var, léti á sér standa. Frá og með aldamótunum 2000 mátti íslenskur sjávarútvegur (veiðar og vinnsla) teljast sjálfbær. Afkoman fór síbatnandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum (Hagstofan) hefur hagnaður af veiðum og vinnslu numið 90 – 100 milljörðum króna á ári á undanförnum árum. Þar af hefur auðlindarentan, þ.e. hagnaður umfram allan rekstrarkostnað, numið 50 – 60 milljörðum króna. Þótt við miðum við lægri töluna, gerir það 500 milljarða á áratug. Það munar um minna. AUÐLINDARENTAN er tilkomin fyrir atbeina ríkisins. Hú n verður til við það að ríkið – f.h. eigandans, þjóðarinnar – takmarkar sóknina. Þar með er komið í veg fyrir að kostnaður viðveiðarnaréti upp allan hagnað, eins og tíðkaðist áður fyrr. Við vorum að tala um, hvernig greiða eigi fyrir mörg hundruð milljarða innviðahalla á landsbyggðinni, sem safnast hefur upp á undanförnum árum. Partur af svarinu felst í leigutekjum ríkisins af þjóðarauðlindinni. Hinn parturinn felst í því að loka augljósum götum í núverandi skattkerfi, sem ekki aðeins leyfa – heldur beinlínis hvetja til – skattundandráttar stórefnamanna. Arðsemi Skv. nýlegum upplýsingum frá SFS hefur útgreiddur arður til eigenda í fyrirtækjasamsteypum leyfishafa numið um 30% af hagnaði að jafnaði. Hinn hlutinn situr inni í fyrirtækjunum og eykur verðmæti þeirra. Eignarhaldið er yfirleitt vistað í eignaharldsfélögum (ehf.). Arðstekjur þeirra og söluhagnaður af hlutum er skattfrjáls. Skúffufélög af þessu tagi eru sum hver skráð erlendis, þar sem erfitt er að rekja slóð eigendanna. Sum aðildarríki Evrópusambandsins, eins og t.d. Kýpur, Malta og Liechtenstein (og fleiri), sérhæfa sig í þessari þjónustu. Sama máli gegnir um milliliði (heildsala) sem selja óunninn (ferskan) fisk beint til smásala á erlendum mörkuðum, fyrir mun hærra verð en fæst við löndun á Íslandi. Hafa stéttafélög sjómanna ekkert við þetta að athuga? Hverjir eiga Ísland? Stefán Ólafsson, prófessor, hefur nýlega upplýst, að hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi er mun meiri en í öðrum atvinnuvegum á Íslandi. Það kemur einnig fram í frumvarpsdrögunum. Það hefur verið svo býsna lengi. Það þýðir að fjárfestingar í greininni eru með mesta móti í nýjum skipum og vinnslutækni, þ.á.m. í gervigreind og sjálfvirkni. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð að þessu leyti í heiminum. Sjálfvirkni sem leiðir af tæknibyltingu bætir samkeppnishæfnina. Hún fækkar líka starfsfólkinu. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá SFS, hvernig starfsfólki hefur fækkað á undanförnum árum og hve stór hluti þess er erlent vinnuafl. Það hefur ekki farið fram hjá almenningi, að margir stærstu handhafar veiðileyfa í sjávarútvegi hafa verið atkvæðamiklir fjárfestar í óskyldum greinum á undanförnum árum. Þannig hefur orðið til ný „corporate elite“ (fjármálaaðall) – með ráðandi ítök á mörgum sviðum atvinnulífs og stjórnmála. Við erum að tala um fjárfestingar í skipafélögum, tryggingafélögum, bönkum og fjármálastofnunum, ólíufélögum, ferðaþjónustu, hótelum og veitingastöðum, verktakafyrirtækjum og fasteignum – ekki síst á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur leiguverðið reyndar farið síhækkandi, öfugt við veiðileyfagjöldin. Þar vefst það ekki fyrir eigendum að gera greinarmun á sköttum og leigu! „Fyrirsjáanleiki“ Það er fyrir löngu kominn tími til að binda endi á pólitískt baktjaldamakk og skrumskældar áróðursherferðir veiðileyfishafa, þegar kemur að ákvörðun afnotagjalda að fiskveiðiauðlindinni. Útgerðarmenn, sjómenn, vinnslustöðvar, sveitarfélög og aðrir sem málið varða, þurfa á að halda vissu um rekstrarumhverfi sitt og starfskjör. Það heitir „fyrirsjáanleiki“ nútildags. Lög og reglur um veiðileyfagjöld þurfa að vera skýr og skilmerkileg fram í tímann, þannig að stjórnsýslan geti reiknað út leigugjaldið á hverju fiskveiðiári. Við verðmat ber að miða við markaðsverð heima og erlendis. Annar mælikvarði er einfaldlega ekki marktækur. Er kominn tími til að endurreisa Þjóðhagsstofnun? Auðlindarentan AUÐLINDARENTAN er grundvallarhugtak. Hún er sá huti, sem eftir stendur af hagnaði fyrirtækis, þegar allur rekstrarkostnaður, þ.m.t. kostnaður við að fjármagna viðhald og endurnýjun skipa og búnaðar (fjármagnskostnaður), hefur verið dreginn frá. Auðlindarenta verður til vegna þess að ríkisvaldið, í umboði þjóðarinnar, takmarkar sókn í auðlindina. Ella yrði hún engin. Hún tilheyrir því eiganda auðlindarinnar, þjóðinni. Það eina sem er (pólitískt) samningsatriði er, hvort eigandinn vill gefa afslátt af auðlindarentunni? En er það ekki misskilin góðgerðarstarfsemi að skilja hana alla eftir hjá fáeinum fjölskyldum, sem upphaflega fengu veiðileyfin ókeypis? Það var ekki meiningin í upphafi. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er hóflegt skref í rétta átt. Næsta verkefni er að móta okkur auðlindastefnu til frambúðar. Það varðar ekki bara fiskimiðin og þær auðlindir, sem kunna að leynast undir hafsbotninum. Auðlindastefna, að norrænni fyrirmynd, tekur til landsins alls, þar með talið til eignarhalds á bújörðum. Hún varðar okkar ferska neysluvatn, orkuna í iðrum jarðar og í fallvötnum og ósnortna náttúru Íslands í öllu sínu veldi. Þar eigum við að leita í smiðju frænda okkar Norðmanna, sem eru öllum heiminum fyrirmynd á þessu sviði. H öfundur var á yngri árum háseti á togurum og á lí nuveiðum. Síðar hafði hann sem fjármálaráðherra frumkvæði að grundvallarbreytingum á skattkerfi og tekjustofnum ríkisins. STIKLA „Auð lindarentan verður til fyrir atbeina ríkisins. Af því að ríkið – f.h. þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar – takmarkar sóknina. Þ ar með er komið í veg fyrir að kostnaður við veiðarnar éti upp allan hagnað, eins og tíðkaðist h ér áður fyrr “.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun