„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Sigmar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2023 13:30 Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. Ekkert var um þetta rætt í fjárlagagerðinni og ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um heimild til sölu á þeirri ríkiseign sem flugvélin er. Eðlilega hafa áformin sem slík, og vinnubrögðin, sætt harðri gagnrýni frá Landhelgisgæslunni, vísindasamfélaginu og þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu. Í þessu ljósi er áhugavert að verða vitni að hvað samráðherrar dómsmálaráðherra hafa verið utan gátta og úr takti við flokksfélaga sína og samfélagið allt. Þetta var nefnilega rætt í ríkisstjórn og engar athugasemdir gerðar við áformin þar. Sennilegast er þetta skýringin á því hvers vegna ráðherrabekkurinn á Alþingi hefur verið þögull, lúpulegur og starað i í gaupnir sér undir ræðum þingmanna sem hafa fordæmt þetta, allir sem einn. Sennilega yrði tillaga um söluna felld með atkvæðum allra þingmanna nema ráðherrana tólf, væri hún borin upp í þinginu. Veiklulegt muldur í baksýnisspeglinum er ekki sannfærandi. Þetta er augljóslega partur af stærra vandamáli. Einstaka ráðherrar og stundum ríkisstjórnin öll, gengur út frá því í ýmsum risastórum grundvallarmálum að samþykki þingsins sé bara formsatriði. Það þurfi ekki einu sinni að fá heimild þingsins áður en vaðið er af stað með gassagangi, eins og dómsmálaráðherra hefur reyndar sérhæft sig í. En ríkiseigur eru hvorki keyptar né seldar nema með skýrri heimild þingsins. Vísindasamfélagið og almannavarnir hafa sem betur fer spyrnt við fæti og útskýrt vel fyrir okkur af hverju þessi flugvél skiptir grundvallarmáli. Sérhæfður tækjabúnaður er þar lykilatriði. Dómsmálaráðherra virðist ekki vita af þessum búnaði, né til hvers hann er notaður, því hann sagði orðrétt í þinginu í gær að "það vill nú svo til að það er til nóg af flugvélum í landinu." Þetta yfirgripsmikla vanmat ráðherrans á hlutverki flugvélarinnar fær mann til að halda að hann sé vís til að kaupa hopphjól fyrir gæsluna í stað vélarinnar. Án þess að sækja um heimild, að sjálfsögðu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar