Þróun leikskólastarfsins; Tímamótaskref í leikskólum Hafnarfjarðar Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 6. febrúar 2023 14:01 Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Framsókn í Hafnarfirði hefur síðan í upphafi síðasta kjörtímabils lagt áherslur á að endurskoða þurfi starfsumhverfi í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Við höfum talað fyrir því og haft trú á að það myndi hvetja fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og auka nýliðun í stétt leikskólakennara.Leikskólaárin eru mikil mótunarár í þroska og menntun barna og er leikskólinn fyrsta skólastigið. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi námi og starfi barna til framtíðar. Inni á leikskólum starfar öflugur hópur fagmenntaðra kennara ásamt mikilvægum hópi ófaglærðra eða leiðbeinenda og markmið okkar hefur verið og er að skilgreina betur, styðja við og styrkja starf þeirra og bæta starfsaðstæður. Þverfagleg samvinna Í Hafnarfirði, í samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, er verið að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar. Markmið okkar eru að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og efla faglegt starf þeirra, styðja við og styrkja ófaglærða starfsmenn og auka sveigjanleika í starfi og vistunartíma. Þessi mikilvæga þróun leiðir m.a. til aukins samræmis á milli fyrstu skólastiganna og mótunar á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins.Stór hópur fólks vann að þessari nýju nálgun í leikskólamálum í Hafnarfirði sem er þó bara fyrsta skrefið í vinnu starfshópsins að þróun leikskólastarfs og bættum starfsaðstæðum. Starfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, leikskólastjórum, leikskólakennurum, ófaglærðum starfsmönnum, foreldrum og Hlíf stéttarfélagi ásamt starfsfólki frá mennta- og lýðheilsusviði og fulltrúum frá pólitíkinni. Í svona stóru og mikilvægu verkefni er nauðsynlegt að fá alla sem hlut eiga að máli að borðinu til að fá yfirsýn yfir ólík sjónarmið en enginn þekkir starfsumhverfi leikskólans betur en sá sem þar starfar. Í hverju felst þróunin? Það sem búið er að gera:Í þróun leikskólastarfsins felst m.a. útfærsla á styttingu vinnuvikunnar. Hjá leikskólakennurum verður vinnuvikan 36 stundir á viku en viðvera áfram 40 stundir á viku yfir árið. Með þessari uppsöfnun verða 26 dagar á ári teknir út í svokölluðum ,,Betri vinnutíma í leikskólum” um jól, páska, sumar og í vetrarfríi auk daga sem veittir verða til endurmenntunar og færist því skólaár leikskólans nær því sem tíðkast í grunnskólum.Ófaglærðir taka sína vinnutímastyttingu út vikulega en þeir geta nú valið að skrifa undir nýtt starfsheiti, leikskóla- og frístundaliði. Með því hækka laun þeirra um nokkra launaflokka og verða því í samræmi við starfsheiti í grunnskólum. Einnig munu ófaglærðir í leikskóla halda föstum yfirvinnutímum sínum áfram. Starf þeirra verður það sama en þeir þurfa þó að taka námskeið í haust, á launum, sem styrkir þá í starfi sem leikskóla- og frístundaliðar. Þennan hóp viljum við efla og nú þegar er töluverður stuðningur í boði fyrir þá sem vilja fara og nema leikskólakennarafræðin meðfram vinnu. Það sem er framundan: Í þróun leikskólastarfsins felst einnig skýrari mótun og styrking á faglegu starfi innan leikskólans með áherslu á námið í gegnum leik og starf fyrri hluta dags en skipulagt frístundastarf seinni hluta dags. Skipulag leikskóladagsins verður þá í svipaðri mynd og í grunnskólanum þar sem nemendur á yngsta stigi eru í kennslustundum fram yfir hádegi en býðst að þeim loknum að fara í frístund. Með þessu stillum við af starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins og færum þannig starfsumhverfi skólanna nær hvort öðru og höldum jöfnu flæði á milli skólastiga. Góða ferð í átt til framtíðar Það hefur lengi verið hjartans mál hjá okkur í Framsókn að bæta starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar og hlúa að bæði starfsfólki og börnum. Okkur þykir því mjög vænt um og erum afar stolt af því að á dögunum hlaut Hafnarfjarðarbær Orðsporið 2023, hvatningarverðlaun leikskólans, fyrir að “stíga það framsækna skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla og vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd með því að sýna gott fordæmi”, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Við erum farin af stað í vegferð og eru hvatningarverðlaun leikskólans svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur í þá ferð og jafnframt staðfesting á því að við erum á réttri leið. Leið til góðra verka, sem munu gera hafnfirska leikskóla framúrskarandi og setja þá í flokk með eftirsóttustu leikskólum landsins að starfa í. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varaformaður fræðsluráðs í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun