Hvað býr að baki stuðningi Vesturlanda við Ísrael? Hjálmtýr Heiðdal skrifar 6. mars 2023 12:01 Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í áratugi - án viðurlaga. Hvers vegna eru ríki, sem eyða milljörðum til þess að styðja Úkraínu í baráttu við Rússlandsher í nafni baráttunnar fyrir réttindum þjóða til að ráða sínum málum, að styðja á sama tíma opinskátt ríki sem svívirðir mannréttindi og þar með baráttuna fyrir þeim? Hvað liggur hér að baki? „Ævintýrið Ísrael“ Margar kynslóðir Vesturlandabúa ólust upp við „ævintýrið“ um Ísrael og gyðingana sem höfðu þolað ofsóknir í árhundruð, ofsóknir sem náðu hámarki í útrýmingartilraun nasista Þýskalands, en náðu að lokum „heim“ - til landsins sem þeim hafði verið gefið eins og skráð var í trúarritin. Eins og flest ævintýri þá virtist Ísraelsævintýrið enda vel - eyðimörk var að sögn breytt í ræktarland svo aðdáun vakti um allan heim. Trú á ævintýri og samúð með ofsóttum þjóðum er tæpast skýringin á afstöðu stjórnmálamanna þeirra ríkja sem áður hafa farið um heiminn og undirokað þjóðir og rænt og ruplað auðlindum þeirra. Það er ekki hjartahlýjan sem ræður för hjá ráðamönnum í Bretlandi sem enn syrgja heimsveldið og bandarískum stjórnvöldum sem telja sig hafa rétt til þess að ráðast inn í hvaða land sem er. Það er því mikil þversögn fólgin í afstöðu ríkjanna sem með annarri hendinni segjast berjast gegn þeim sem brjóta mannréttindi en með hinni styðja þau Ísrael sem virðir ekki mannréttindi. Þrýstihópar síonista starfa bæði leynt og ljóst í helstu ríkjum Evrópu og í Bandaríkjunum. Þeir hafa töluverð áhrif en starf þeirra ræður ekki úrslitum um stuðning ríkjanna og vilja þeirra til að loka augunum fyrir augljósum brotum á alþjóðasamningum sem talsmenn ríkjanna telja undirstöðu siðmenntaðra samfélaga og samskipta þeirra. Sú staðreynd að helstu forkólfar utanríkisstefnu Vesturlanda og milljarðamæringjarnir í sömu löndum eru fylgjandi stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og ESB við Ísrael ræðst af pólitískum- og viðskiptalegum hagsmunum eins og í ljós kom þegar þjóðernishreinsanir Ísraels gegn Palestínumönnum urðu öllum augljósar - stuðningurinn hélt áfram að vaxa. Hagsmunir ráða för Það eru eiginhagsmunir sem ráða afstöðu vestrænu stjórnmálaelítunnar - hagsmunir sem eru samofnir hagsmunum auðmagnsins. Í Bandaríkjunum leggja milljarðamæringar fram fé til að greiða fyrir kosningaþátttöku frambjóðenda á öllum stigum stjórnmálanna, allt frá fylkisstjórnum til þings og forseta. Og hagsmunir auðkýfinganna eru m.a. fólgnir í vopnaframleiðslu Bandaríkjanna og fjárfestingum í fyrirtækjum sem mörg starfa í Ísrael eða eiga í miklum viðskiptum við Ísrael. Í Bretlandi eru hagsmunir vopnaframleiðenda og stjórnmálanna samofnir á mörgum sviðum og pólitískur stuðningur við síonismann og Ísrael rótgróinn meðal lordanna og þingmanna bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Keir Stramer formaður Verkamannaflokksins er yfirlýstur síonisti og átti þátt í að bola Jeromy Corbyn úr formannssætinu m.a. með aðstoð ísraelskra sendimanna. Corbyn er yfirlýstur stuðningsmaður baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum og frelsi. Ísrael er tilraunastöð Kúgun Ísraels á Palestínumönnum er afturhaldssöm arfleið nýlendu- og kynþáttarstefnu síonismans. Það er augljóst. En það eru fleiri ástæður fyrir þessari kúgun. Ein af helstu útflutningsvörum Ísraels eru hergögn og njósna- og öryggisbúnaður af ýmsu tagi. Ísrael er meðal fremstu ríkja í framleiðslu háþróaðra vopna og njósnabúnaðar sem er notaður til þess að hafa eftirlit með fólki og berja niður mótmæli. Yfirburðir Ísraels stafa m.a. af því að Ísrael getur prófað tækin á fórnarlömbum sínum (Palestínumönnum) og selt tækin sem fullreynd í praxis. Ísrael hefur þannig efnahagslegan ávinning að vera sífellt að ráðast gegn palestínskum andstæðingum til að þróa og prófa útflutningsvörur sínar. Ísraelskur fréttamaður spurði Binyamin Ben-Eliezer varnarmálaráðherra Ísraels árið 2001: „Hvers vegna er svona mikil eftirspurn eftir ísraelskum vopnum?“ Varnamálaráðherrann svaraði: „Þegar Ísrael selur vopn þá haf vopnin verið reynd, þaulreynd.“ Útflutningur Ísraelsmanna á vopnum og lögreglu- og eftirlitbúnaði hefur vaxið um 55 prósent síðastliðin tvö ár, segir yfirmaður alþjóða varnarmálaskrifstofu varnarmálaráðuneytis Ísraels. Að sögn Amnesty International eru vopn og búnaður Ísraelsmanna eftirsóknarverðari en ýmissa annarra vegna þess að þeim fylgja enginn pólitísk skilyrði eða hömlur. Með öðrum orðum, Ísraelar eru tilbúnir til að selja hvaða landi sem er og einnig sjálfstæðum málaliðaherjum, vopn á laun eða á opnum markaði, óháð því hvernig vopnin eru notuð og hvort notkun þeirra brýtur í bága við mannréttindi eða ekki. Dæmi um slík viðskipti er stórfelld vopnasala Ísraels til Aserbaídsjan. Mörg ríki Evrópu auk Bandaríkjanna hafa sett vopnasölubann á Aserbaídsjan þar sem einræðisstjórn Heydar Aliyev ræður ríkjum. Samkvæmt opinberum heimildum frá Aserbaídsjan hafa Ísraelar selt þeim háþróuð vopnakerfi í áraraðir, þar á meðal eldflaugar, loftvarna- og rafeindahernaðarkerfi, kamikaze-dróna og fleira. Þetta gera stjónvöld í Ísrael þrátt fyrir að stjórn Aserbaídsjan stundi gróf mannréttindabrot og eigi í stríðsátökum við Armeníu. Árið 2017 sendi bandaríska utanríkisráðuneytið frá sér skýrslu þar sem staða LGBT-samfélagsins í Aserbaídsjan er fordæmd. Gegn þeim ástundar ríkisvaldið ofsóknir, mismunun, mannshvörf, handtökur, pyntingar og morð. Ísraelskir sérfræðinga kenna kúgunaraðferðir Her- og lögreglumenn frá mörgum ríkjum flykkjast til Ísraels til að prófa þessi vopn og búnað og læra af þaulreyndum kúgunaraðferðum Ísraelshers og lögreglu. Bandarísk lögregluyfirvöld senda árlega fjölda lögreglumanna til Ísraels til að læra notkun nýrra ofbeldistækja. Ísrael hefur mótað náið tvíhliða samstarf við Bandaríkin á mörgum sviðum. Samkomulag um tvíhliða hernaðaraðstoð skuldbindur Bandaríkin til að veita Ísrael 3,3 milljarða dollara hernaðaraðstoð og verja 500 milljónum dollara árlega til sameiginlegra stríðsáætlana fram til ársins 2028. Umfangsmikið samstarf Bandaríkjanna við Ísrael kemur því ekki til af því að Bandaríkjastjórn eða stjórn Ísraels hafi áhyggjur af því að ríkinu sé ógnað, heldur af því að Bandaríkjain vilja að Ísraelsmenn haldi áfram pólitískum yfirráðum sínum yfir Palestínumönnum og hernaðaryfirburðum gagnvart nálægum löndum. Stuðningur Bandaríkjanna við áframhaldandi hernám og kúgun Ísraels er ekki ósvipaður stuðningi Bandaríkjanna við áratuga hernám og kúgun Indónesíu á Austur-Tímor eða viðvarandi hernám og kúgun Marokkó í Vestur-Sahara. Ef það er talið þjóna hernaðarlegum hagsmunum Bandaríkjanna er Washington nokkuð fús til að styðja grófasta brot bandamanna sinna á alþjóðalögum og mannréttindum og hindra Sameinuðu þjóðirnar eða aðra aðila í að vinna gegn brotunum. Stórfelldar njósnir Hernumin Palestína gegnir í reynd hlutverki rannsóknarstofu fyrir Ísraelsher til að prófa aðferðir við njósnir og eftirlit áður en búnaðurinn er seldur til ríkja víða um heim. Þessi verslun hefur uggvænlegar afleiðingar, einkum þar sem æ fleiri ríkisstjórnir hafa virkjað stafræn eftirlitstæki gegn pólitískum andstæðingum, aðgerðasinnum, blaðamönnum, borgaralegum starfsmönnum og öðrum sem þykja „ógnandi“. Ísraelsk yfirvöld hafa sett upp myndavélar sem skanna andlit íbúa á förnum vegi í Hebron og víðar á Vesturbakkanum. Hermenn nota myndirnar til að bera kennsl á Palestínumenn án þess að þurfa að athuga skilríki þeirra. Þessi nýjung er sprottin af eftirlitskerfi sem ísraelsk yfirvöld innleiddu árið 2020. Í upphafi heimsfaraldursins, á meðan allur heimurinn barðist við að stöðva útbreiðslu veirunnar, voru ísraelsk yfirvöld að búa sig undir að takmarka friðhelgi einkalífs Palestínumanna enn frekar. Ísraelsher þróaði snjallsímaforritið "Blái úlfurinn", sem byggir á stórum gagnagrunni með persónulegum upplýsingum Palestínumanna. Þetta forrit nýtir enn stærri gagnagrunn sem kallast „Úlfapakkinn,“ sem safnar upplýsingum um alla Palestínumenn sem búa á Vesturbakkanum. Gagnagrunnurinn mun að lokum innihalda ljósmyndir, fjölskyldusögu, menntunarbakgrunn og öryggismat allra Palestínumanna Vesturbakkanum. Skv. frétt The Washinton Post lætur Ísraelsher hermenn sína ljósmynda Palestínumenn án þeirra samþykkis til þess að stækka gagnagrunn „Úlfapakkans“. Ísraelskum hermönnum er skipað að safna og skrá myndir og upplýsingar um að minnsta kosti 50 Palestínumenn í gagnagrunninn á hverri vakt. Hermenn sem ná ekki veiðikvótanum neyðast til að vera á vaktinni þar til þeir ná honum en þeir sem fylla kvótann fá auka frí að launum. Hermennirnir keppast jafnvel við að sjá hver þeirra geti áreitt sem flesta Palestínumenn, bæði börn og fullorðna skv. upplýsingum ísraelsku samtakanna Breaking the Silence. Þessi samtök er samtök fyrrverandi hermanna ísraelshers sem eru mótfallnir hernáminu. Evrópuþingið ræðir nú að banna notkun á slíkum búnaði sem sviptir fólki friðhelgi og í Bandaríkjunum hafa m.a. Boston og San Francisco bannað búnað af þessu tagi. En í Ísrael er kappsamlega unnið að frekari þróun á vopnum og njósnabúnaði ásamt kynningu og sölu á sýningum þar sem vopnasalar og fulltrúar kúgunarríkjanna Myanmar, Suður Súdan, Filippseyja ofl. valsa um sali með glampa í augum. Að sögn Guy Laron prófessors hjá Hebreska háskólanum í Jerúsalem sýna þessi viðskipti „að Ísrael metur vopnasöluna ofar mannréttindum.“ Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í áratugi - án viðurlaga. Hvers vegna eru ríki, sem eyða milljörðum til þess að styðja Úkraínu í baráttu við Rússlandsher í nafni baráttunnar fyrir réttindum þjóða til að ráða sínum málum, að styðja á sama tíma opinskátt ríki sem svívirðir mannréttindi og þar með baráttuna fyrir þeim? Hvað liggur hér að baki? „Ævintýrið Ísrael“ Margar kynslóðir Vesturlandabúa ólust upp við „ævintýrið“ um Ísrael og gyðingana sem höfðu þolað ofsóknir í árhundruð, ofsóknir sem náðu hámarki í útrýmingartilraun nasista Þýskalands, en náðu að lokum „heim“ - til landsins sem þeim hafði verið gefið eins og skráð var í trúarritin. Eins og flest ævintýri þá virtist Ísraelsævintýrið enda vel - eyðimörk var að sögn breytt í ræktarland svo aðdáun vakti um allan heim. Trú á ævintýri og samúð með ofsóttum þjóðum er tæpast skýringin á afstöðu stjórnmálamanna þeirra ríkja sem áður hafa farið um heiminn og undirokað þjóðir og rænt og ruplað auðlindum þeirra. Það er ekki hjartahlýjan sem ræður för hjá ráðamönnum í Bretlandi sem enn syrgja heimsveldið og bandarískum stjórnvöldum sem telja sig hafa rétt til þess að ráðast inn í hvaða land sem er. Það er því mikil þversögn fólgin í afstöðu ríkjanna sem með annarri hendinni segjast berjast gegn þeim sem brjóta mannréttindi en með hinni styðja þau Ísrael sem virðir ekki mannréttindi. Þrýstihópar síonista starfa bæði leynt og ljóst í helstu ríkjum Evrópu og í Bandaríkjunum. Þeir hafa töluverð áhrif en starf þeirra ræður ekki úrslitum um stuðning ríkjanna og vilja þeirra til að loka augunum fyrir augljósum brotum á alþjóðasamningum sem talsmenn ríkjanna telja undirstöðu siðmenntaðra samfélaga og samskipta þeirra. Sú staðreynd að helstu forkólfar utanríkisstefnu Vesturlanda og milljarðamæringjarnir í sömu löndum eru fylgjandi stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og ESB við Ísrael ræðst af pólitískum- og viðskiptalegum hagsmunum eins og í ljós kom þegar þjóðernishreinsanir Ísraels gegn Palestínumönnum urðu öllum augljósar - stuðningurinn hélt áfram að vaxa. Hagsmunir ráða för Það eru eiginhagsmunir sem ráða afstöðu vestrænu stjórnmálaelítunnar - hagsmunir sem eru samofnir hagsmunum auðmagnsins. Í Bandaríkjunum leggja milljarðamæringar fram fé til að greiða fyrir kosningaþátttöku frambjóðenda á öllum stigum stjórnmálanna, allt frá fylkisstjórnum til þings og forseta. Og hagsmunir auðkýfinganna eru m.a. fólgnir í vopnaframleiðslu Bandaríkjanna og fjárfestingum í fyrirtækjum sem mörg starfa í Ísrael eða eiga í miklum viðskiptum við Ísrael. Í Bretlandi eru hagsmunir vopnaframleiðenda og stjórnmálanna samofnir á mörgum sviðum og pólitískur stuðningur við síonismann og Ísrael rótgróinn meðal lordanna og þingmanna bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. Keir Stramer formaður Verkamannaflokksins er yfirlýstur síonisti og átti þátt í að bola Jeromy Corbyn úr formannssætinu m.a. með aðstoð ísraelskra sendimanna. Corbyn er yfirlýstur stuðningsmaður baráttu Palestínumanna fyrir mannréttindum og frelsi. Ísrael er tilraunastöð Kúgun Ísraels á Palestínumönnum er afturhaldssöm arfleið nýlendu- og kynþáttarstefnu síonismans. Það er augljóst. En það eru fleiri ástæður fyrir þessari kúgun. Ein af helstu útflutningsvörum Ísraels eru hergögn og njósna- og öryggisbúnaður af ýmsu tagi. Ísrael er meðal fremstu ríkja í framleiðslu háþróaðra vopna og njósnabúnaðar sem er notaður til þess að hafa eftirlit með fólki og berja niður mótmæli. Yfirburðir Ísraels stafa m.a. af því að Ísrael getur prófað tækin á fórnarlömbum sínum (Palestínumönnum) og selt tækin sem fullreynd í praxis. Ísrael hefur þannig efnahagslegan ávinning að vera sífellt að ráðast gegn palestínskum andstæðingum til að þróa og prófa útflutningsvörur sínar. Ísraelskur fréttamaður spurði Binyamin Ben-Eliezer varnarmálaráðherra Ísraels árið 2001: „Hvers vegna er svona mikil eftirspurn eftir ísraelskum vopnum?“ Varnamálaráðherrann svaraði: „Þegar Ísrael selur vopn þá haf vopnin verið reynd, þaulreynd.“ Útflutningur Ísraelsmanna á vopnum og lögreglu- og eftirlitbúnaði hefur vaxið um 55 prósent síðastliðin tvö ár, segir yfirmaður alþjóða varnarmálaskrifstofu varnarmálaráðuneytis Ísraels. Að sögn Amnesty International eru vopn og búnaður Ísraelsmanna eftirsóknarverðari en ýmissa annarra vegna þess að þeim fylgja enginn pólitísk skilyrði eða hömlur. Með öðrum orðum, Ísraelar eru tilbúnir til að selja hvaða landi sem er og einnig sjálfstæðum málaliðaherjum, vopn á laun eða á opnum markaði, óháð því hvernig vopnin eru notuð og hvort notkun þeirra brýtur í bága við mannréttindi eða ekki. Dæmi um slík viðskipti er stórfelld vopnasala Ísraels til Aserbaídsjan. Mörg ríki Evrópu auk Bandaríkjanna hafa sett vopnasölubann á Aserbaídsjan þar sem einræðisstjórn Heydar Aliyev ræður ríkjum. Samkvæmt opinberum heimildum frá Aserbaídsjan hafa Ísraelar selt þeim háþróuð vopnakerfi í áraraðir, þar á meðal eldflaugar, loftvarna- og rafeindahernaðarkerfi, kamikaze-dróna og fleira. Þetta gera stjónvöld í Ísrael þrátt fyrir að stjórn Aserbaídsjan stundi gróf mannréttindabrot og eigi í stríðsátökum við Armeníu. Árið 2017 sendi bandaríska utanríkisráðuneytið frá sér skýrslu þar sem staða LGBT-samfélagsins í Aserbaídsjan er fordæmd. Gegn þeim ástundar ríkisvaldið ofsóknir, mismunun, mannshvörf, handtökur, pyntingar og morð. Ísraelskir sérfræðinga kenna kúgunaraðferðir Her- og lögreglumenn frá mörgum ríkjum flykkjast til Ísraels til að prófa þessi vopn og búnað og læra af þaulreyndum kúgunaraðferðum Ísraelshers og lögreglu. Bandarísk lögregluyfirvöld senda árlega fjölda lögreglumanna til Ísraels til að læra notkun nýrra ofbeldistækja. Ísrael hefur mótað náið tvíhliða samstarf við Bandaríkin á mörgum sviðum. Samkomulag um tvíhliða hernaðaraðstoð skuldbindur Bandaríkin til að veita Ísrael 3,3 milljarða dollara hernaðaraðstoð og verja 500 milljónum dollara árlega til sameiginlegra stríðsáætlana fram til ársins 2028. Umfangsmikið samstarf Bandaríkjanna við Ísrael kemur því ekki til af því að Bandaríkjastjórn eða stjórn Ísraels hafi áhyggjur af því að ríkinu sé ógnað, heldur af því að Bandaríkjain vilja að Ísraelsmenn haldi áfram pólitískum yfirráðum sínum yfir Palestínumönnum og hernaðaryfirburðum gagnvart nálægum löndum. Stuðningur Bandaríkjanna við áframhaldandi hernám og kúgun Ísraels er ekki ósvipaður stuðningi Bandaríkjanna við áratuga hernám og kúgun Indónesíu á Austur-Tímor eða viðvarandi hernám og kúgun Marokkó í Vestur-Sahara. Ef það er talið þjóna hernaðarlegum hagsmunum Bandaríkjanna er Washington nokkuð fús til að styðja grófasta brot bandamanna sinna á alþjóðalögum og mannréttindum og hindra Sameinuðu þjóðirnar eða aðra aðila í að vinna gegn brotunum. Stórfelldar njósnir Hernumin Palestína gegnir í reynd hlutverki rannsóknarstofu fyrir Ísraelsher til að prófa aðferðir við njósnir og eftirlit áður en búnaðurinn er seldur til ríkja víða um heim. Þessi verslun hefur uggvænlegar afleiðingar, einkum þar sem æ fleiri ríkisstjórnir hafa virkjað stafræn eftirlitstæki gegn pólitískum andstæðingum, aðgerðasinnum, blaðamönnum, borgaralegum starfsmönnum og öðrum sem þykja „ógnandi“. Ísraelsk yfirvöld hafa sett upp myndavélar sem skanna andlit íbúa á förnum vegi í Hebron og víðar á Vesturbakkanum. Hermenn nota myndirnar til að bera kennsl á Palestínumenn án þess að þurfa að athuga skilríki þeirra. Þessi nýjung er sprottin af eftirlitskerfi sem ísraelsk yfirvöld innleiddu árið 2020. Í upphafi heimsfaraldursins, á meðan allur heimurinn barðist við að stöðva útbreiðslu veirunnar, voru ísraelsk yfirvöld að búa sig undir að takmarka friðhelgi einkalífs Palestínumanna enn frekar. Ísraelsher þróaði snjallsímaforritið "Blái úlfurinn", sem byggir á stórum gagnagrunni með persónulegum upplýsingum Palestínumanna. Þetta forrit nýtir enn stærri gagnagrunn sem kallast „Úlfapakkinn,“ sem safnar upplýsingum um alla Palestínumenn sem búa á Vesturbakkanum. Gagnagrunnurinn mun að lokum innihalda ljósmyndir, fjölskyldusögu, menntunarbakgrunn og öryggismat allra Palestínumanna Vesturbakkanum. Skv. frétt The Washinton Post lætur Ísraelsher hermenn sína ljósmynda Palestínumenn án þeirra samþykkis til þess að stækka gagnagrunn „Úlfapakkans“. Ísraelskum hermönnum er skipað að safna og skrá myndir og upplýsingar um að minnsta kosti 50 Palestínumenn í gagnagrunninn á hverri vakt. Hermenn sem ná ekki veiðikvótanum neyðast til að vera á vaktinni þar til þeir ná honum en þeir sem fylla kvótann fá auka frí að launum. Hermennirnir keppast jafnvel við að sjá hver þeirra geti áreitt sem flesta Palestínumenn, bæði börn og fullorðna skv. upplýsingum ísraelsku samtakanna Breaking the Silence. Þessi samtök er samtök fyrrverandi hermanna ísraelshers sem eru mótfallnir hernáminu. Evrópuþingið ræðir nú að banna notkun á slíkum búnaði sem sviptir fólki friðhelgi og í Bandaríkjunum hafa m.a. Boston og San Francisco bannað búnað af þessu tagi. En í Ísrael er kappsamlega unnið að frekari þróun á vopnum og njósnabúnaði ásamt kynningu og sölu á sýningum þar sem vopnasalar og fulltrúar kúgunarríkjanna Myanmar, Suður Súdan, Filippseyja ofl. valsa um sali með glampa í augum. Að sögn Guy Laron prófessors hjá Hebreska háskólanum í Jerúsalem sýna þessi viðskipti „að Ísrael metur vopnasöluna ofar mannréttindum.“ Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun