Blómstrandi barnamenning Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa 9. mars 2023 16:01 Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Katrín Jakobsdóttir Menning Börn og uppeldi Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun