Blómstrandi barnamenning Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa 9. mars 2023 16:01 Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Katrín Jakobsdóttir Menning Börn og uppeldi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginmarkmiðið hér eru að auka samhæfingu og efla stefnumótun á sviði barnamenningar, að auka framboð lista, menningar- og listfræðslu fyrir börn og ungmenni í skólastarfi og að festa í sessi starfsemi barnamenningarverkefnisins List fyrir alla og Barnamenningarsjóðs Íslands. Þá er lagt til að komið verði á fót Miðstöð barnamenningar sem falin verði yfirstjórn með barnamenningarverkefninu List fyrir alla og starfsemi Barnamenningarsjóðs Íslands. Barnamenningarsjóður markaði þáttaskil Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður á 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þá var ákveðið að setja 100 milljónir árlega í sjóðinn til að efla listir og menningu í þágu barna og að hann skyldi starfa í fimm ár. Sjóðurinn hefur stutt við sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi ásamt því að stuðla að samfélagsvitund, lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu og styðja við að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá 2019 til 2022 var 371,5 milljónum króna úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands til 149 verkefna um allt land með góðum árangri. Nú þegar framhald sjóðsins er metið var ákveðið að skoða mögulega samlegð Barnamenningarsjóðsins við Barnamenningarverkefnið List fyrir alla sem sett var á laggirnar 2016, en megintilgangur þess er að miðla listviðburðum til grunnskólabarna um land allt og jafna þannig aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Með verkefninu gefst börnum og listamönnum meðal annars tækifæri til að móta og skapa listverkefni í sameiningu. Aðgengi að menningu skiptir máli Starfsemi á sviði menningar og starfsumhverfi listafólks hefur samfara samfélagslegum breytingum þróast mikið á undanförnum árum. Hafa verður í huga þá menningarlegu fjölbreytni sem býr í íslensku samfélagi og mikilvægi þess að menningarlífið endurspegli hana. Í því samhengi er mikilvægt að efla menningarlæsi í samfélaginu og tryggja öllum börnum og ungmennum aðgengi að menningarupplifunum, listfræðslu og þátttöku í listsköpun við hæfi. Fjölbreytni í menningarlífi stuðlar að jöfnuði og aukinni velsæld í samfélaginu. Aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar byggist á þeirri framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna og að starfsemi á þessu sviði endurspegli fjölbreytta samsetningu þjóðarinnar og þá alþjóðlegu menningu sem býr í íslensku samfélagi. Við teljum ekki nokkurn vafa leika á að List fyrir alla og Barnamenningarsjóður komu til móts við raunverulega þörf í íslensku menningar- og listalífi. Nú er lykilatriði að byggja áfram upp á þeim góða grunni og tryggja að allar kynslóðir barna fái tækifæri til að sinna menningar- og listastarfi á sínum eigin forsendum. Það er grunnur að góðri framtíð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar