Þess vegna þarf nýja forystu í VR Arnar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 11:01 Samstaða samtaka launafólks í komandi kjarasamningagerð, í stað innbyrðis átaka, skiptir okkur öll máli af þremur megin ástæðum. Í fyrsta lagi af því einungis þannig næst raunverulegur árangur í að bæta kjör og réttindi þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði. Í öðru lagi af því innbyrðis samstaða er forsenda þess að mæta stjórnvöldum og knýja á um stóru samfélagslegu verkefnin á borð við jafnréttismál og launamun kynjanna, húsnæðisvandann, jöfnunaráhrif skattkerfisins, vaxtabyrðarnar, skerðingar lífeyrisréttinda almannatrygginga og kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Í þriðja lagi af því samstaðan er hinn raunverulegi slagkraftur verkalýðshreyfingarinnar og grundvöllur verðmætrar og sérstakrar stöðu hennar í samfélaginu sem varin er af lögum og alþjóðasamningum. Hatrömm innbyrðis átök grafa undan þeirri stöðu og skapa andstæðingum samtaka launafólks bæði átyllu og stöðu til að láta til skarar skríða og því miður gætum við þurft að fást við slíkar tilraunir núna. Grundvallaratriðin framar persónulegum skoðunum Fólkið sem fjöldi ólíks félagsfólks samtaka okkar velur sér til forystu í sínum félögum, á sínum eigin forsendum, er ólíkt og sumir eru virkir innan ólíkra stjórnmálaflokka. Eina grundvallar krafan sem við félagsfólk gerum er að hver og einn einasti starfi alltaf og undantekningarlaust í þágu grundvallarhugsjóna verkalýðshreyfingarinnar og í þágu hagsmuna síns félagsfólks, burtséð frá eigin persónulega eða pólitísku hagsmunum. Þannig upplifði ég persónulega fjölda fyrrum forystufólks sem ég sat með á ótal miðstjórnarfundum ASÍ, formannafundum og fundum formanna landssambanda. Þegar á reyndi réði grundvöllur verkalýðshreyfingarinnar og flokksskírteinin viku enda gátu stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar skipt um sæti með litlum fyrirvara án þess að það breytti viðfangsefnum eða stefnu samtaka launafólks. Þess vegna er Ragnar Þór ekki minn formaður Einmitt út af öllu framansögðu er Ragnar Þór Ingólfsson því miður ekki minn formaður í VR þótt ég hafi verið þar félagi í áratugi. Þegar á reyndi vegna fordæmalausrar hópuppsagnar af hálfu stéttarfélags og alvarlegra opinberra ásakana í garð hóps félagsfólks VR, vænti þetta fólks stuðnings og viðbragða frá sínu stéttarfélagi enda ekki í nein önnur hús að venda. En formaður VR beitti afli sínu af þunga gegn opinberum viðbrögðum bæði miðstjórnar ASÍ og fulltrúaráðs VR, að því er virðist til þess eins að styggja ekki félagið sem tók sér svo afgerandi stöðu sem harðsvíraður atvinnurekandi. Persónulegur metnaður formannsins stóð til þess að verða forseti ASÍ og til þess þurfti atkvæðamagn félagsins. Öllu lægra verður ekki lotið að mínu mati og ég ætla ekki að reyna að lýsa persónulegum sárindum og vonbrigðum þess félagsfólks VR sem fyrir varð. Á sama tíma og forysta VR þagði opinberlega var hlutverk óbreytts starfsfólks VR að styðja við og aðstoða einstaklingana við að vinna úr áfallinu. Í miðri hrinu skipulagðs netofbeldis og staðlausra ásakana gegn hópi eigin félagsfólks kaus svo formaður stéttarfélags þess sama fólks að skrifa grein um „skuggastjórnun“ í verkalýðshreyfingunni, sem gaf hatursorðræðunni byr undir báða vængi í stað þess að verja sitt fólk. Svo fór að lokum að Drífa Snædal forseti ASÍ sagði af sér vegna þess að ólíft væri að starfa við slíkar aðstæður og þá heift sem réði ríkjum innan samtaka launafólks. Að éta bæði kökuna og eiga hana, sitjandi á grindverkinu Af eðlilegum ástæðum gat hvorki VR né nokkuð annað stéttarfélag með lausa kjarasamninga frá 1. nóvember sl. beðið eftir stéttarfélaginu Eflingu sem skilaði ekki kröfugerð fyrr en daginn áður en samningar runnu út. Og VR gat vegna samsetningar félagsfólks ekki uppfyllt þá kröfur Eflingar að byggja eingöngu á krónutöluhækkunum. Því var sú ákvörðun að semja með félögum iðnaðarmanna um blandaða leið mjög skiljanleg. En þegar samningar voru undirritaðir var boðið upp á sérkennilegan leikþátt. Formaður VR undirritaði sumsé kjarasamning innan ramma SGS samninganna en treysti sér af einhverjum ástæðum ekki til að vera með á fréttamynd um þann atburð. Og svo virðist sem sumum þyki fréttamyndin afdrifaríkari en sjálf undirskriftin þegar litið er til ólíkra örlaga formanns SGS, sem varð á einni nóttu að stéttsvikara, og formanns VR sem er enn talin til vonarstjarna þeirra sem kenna það við „róttæka verkalýðsbaráttu“ að berja fyrst og síðast á félögum sínum eða jafnvel eigin starfsfólki. Verkefnið fram undan krefst samstöðu Lífskjarasamningarnir 2019, sem eru almennt lofaðir af samtökum launafólks, voru afsprengi víðtækrar samstöðu. Nýgerðir skammtímasamningar fóru fram í skugga innbyrðis átaka en þó báru nær öll félög Starfsgreinasambandsins gæfu til þess að mæta bæði tímanlega, vel undirbúin og sameinuð til leiks og svo fór að verslunarmenn tóku höndum saman við iðnfélögin um að semja á sömu nótum. Loks samþykkti félagsfólk Eflingar miðlunartillögu um sambærilegan samning með mun meira afgerandi hætti en lífskjarasamningana 2019. En vinnan við gerð heildarkjarasamninga sem eiga að taka við og duga öllu launafólki bæði sem vörn og lífskjarabót frá byrjun næsta árs og til næstu ára, er þegar hafin í skugga verðbólgu og óvissu í alþjóðamálum. Þar dugir engin sundrung til að ná raunverulegum árangri. Þess vegna legg ég við hlustir þegar fram kemur öflugur formannsframbjóðandi sem lofar mátt samstöðu í stað innbyrðis átaka. Og við erum komin í sérkennilega stöðu þegar sama netofbeldissveit og snúist hefur gegn fyrrum starfsfólki Eflingar, fyrrverandi forseta ASÍ og forystufólki SGS, ræðst nú á þennan frambjóðanda með því að leggja áherslu á samtakamátt að jöfnu við svik við láglaunafólk. Sami hópur mun eflaust ekki draga af sér í fordæmingu á þessum pistli eða mér sem höfundi hans. En ég hef þá trú að félagsfólk VR hafi meiri áhuga á árangri á þeim fjölmörgu sviðum sem skipta hvað mestu máli en að félagið sé áfram verkfæri í hatrömmum innbyrðis átökum innan heildarsamtaka launafólks. VR á einfaldlega að hafa þar leiðandi hlutverk í krafti stærðar og málflutnings. Til þess þarf félagið leiðtoga og í það hlutverk treysti ég Elvu Hrönn. Hvet alla VR félaga til að skrá sig inn á VR.is og kjósa fyrir 15. mars. Höfundur er félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samstaða samtaka launafólks í komandi kjarasamningagerð, í stað innbyrðis átaka, skiptir okkur öll máli af þremur megin ástæðum. Í fyrsta lagi af því einungis þannig næst raunverulegur árangur í að bæta kjör og réttindi þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði. Í öðru lagi af því innbyrðis samstaða er forsenda þess að mæta stjórnvöldum og knýja á um stóru samfélagslegu verkefnin á borð við jafnréttismál og launamun kynjanna, húsnæðisvandann, jöfnunaráhrif skattkerfisins, vaxtabyrðarnar, skerðingar lífeyrisréttinda almannatrygginga og kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Í þriðja lagi af því samstaðan er hinn raunverulegi slagkraftur verkalýðshreyfingarinnar og grundvöllur verðmætrar og sérstakrar stöðu hennar í samfélaginu sem varin er af lögum og alþjóðasamningum. Hatrömm innbyrðis átök grafa undan þeirri stöðu og skapa andstæðingum samtaka launafólks bæði átyllu og stöðu til að láta til skarar skríða og því miður gætum við þurft að fást við slíkar tilraunir núna. Grundvallaratriðin framar persónulegum skoðunum Fólkið sem fjöldi ólíks félagsfólks samtaka okkar velur sér til forystu í sínum félögum, á sínum eigin forsendum, er ólíkt og sumir eru virkir innan ólíkra stjórnmálaflokka. Eina grundvallar krafan sem við félagsfólk gerum er að hver og einn einasti starfi alltaf og undantekningarlaust í þágu grundvallarhugsjóna verkalýðshreyfingarinnar og í þágu hagsmuna síns félagsfólks, burtséð frá eigin persónulega eða pólitísku hagsmunum. Þannig upplifði ég persónulega fjölda fyrrum forystufólks sem ég sat með á ótal miðstjórnarfundum ASÍ, formannafundum og fundum formanna landssambanda. Þegar á reyndi réði grundvöllur verkalýðshreyfingarinnar og flokksskírteinin viku enda gátu stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar skipt um sæti með litlum fyrirvara án þess að það breytti viðfangsefnum eða stefnu samtaka launafólks. Þess vegna er Ragnar Þór ekki minn formaður Einmitt út af öllu framansögðu er Ragnar Þór Ingólfsson því miður ekki minn formaður í VR þótt ég hafi verið þar félagi í áratugi. Þegar á reyndi vegna fordæmalausrar hópuppsagnar af hálfu stéttarfélags og alvarlegra opinberra ásakana í garð hóps félagsfólks VR, vænti þetta fólks stuðnings og viðbragða frá sínu stéttarfélagi enda ekki í nein önnur hús að venda. En formaður VR beitti afli sínu af þunga gegn opinberum viðbrögðum bæði miðstjórnar ASÍ og fulltrúaráðs VR, að því er virðist til þess eins að styggja ekki félagið sem tók sér svo afgerandi stöðu sem harðsvíraður atvinnurekandi. Persónulegur metnaður formannsins stóð til þess að verða forseti ASÍ og til þess þurfti atkvæðamagn félagsins. Öllu lægra verður ekki lotið að mínu mati og ég ætla ekki að reyna að lýsa persónulegum sárindum og vonbrigðum þess félagsfólks VR sem fyrir varð. Á sama tíma og forysta VR þagði opinberlega var hlutverk óbreytts starfsfólks VR að styðja við og aðstoða einstaklingana við að vinna úr áfallinu. Í miðri hrinu skipulagðs netofbeldis og staðlausra ásakana gegn hópi eigin félagsfólks kaus svo formaður stéttarfélags þess sama fólks að skrifa grein um „skuggastjórnun“ í verkalýðshreyfingunni, sem gaf hatursorðræðunni byr undir báða vængi í stað þess að verja sitt fólk. Svo fór að lokum að Drífa Snædal forseti ASÍ sagði af sér vegna þess að ólíft væri að starfa við slíkar aðstæður og þá heift sem réði ríkjum innan samtaka launafólks. Að éta bæði kökuna og eiga hana, sitjandi á grindverkinu Af eðlilegum ástæðum gat hvorki VR né nokkuð annað stéttarfélag með lausa kjarasamninga frá 1. nóvember sl. beðið eftir stéttarfélaginu Eflingu sem skilaði ekki kröfugerð fyrr en daginn áður en samningar runnu út. Og VR gat vegna samsetningar félagsfólks ekki uppfyllt þá kröfur Eflingar að byggja eingöngu á krónutöluhækkunum. Því var sú ákvörðun að semja með félögum iðnaðarmanna um blandaða leið mjög skiljanleg. En þegar samningar voru undirritaðir var boðið upp á sérkennilegan leikþátt. Formaður VR undirritaði sumsé kjarasamning innan ramma SGS samninganna en treysti sér af einhverjum ástæðum ekki til að vera með á fréttamynd um þann atburð. Og svo virðist sem sumum þyki fréttamyndin afdrifaríkari en sjálf undirskriftin þegar litið er til ólíkra örlaga formanns SGS, sem varð á einni nóttu að stéttsvikara, og formanns VR sem er enn talin til vonarstjarna þeirra sem kenna það við „róttæka verkalýðsbaráttu“ að berja fyrst og síðast á félögum sínum eða jafnvel eigin starfsfólki. Verkefnið fram undan krefst samstöðu Lífskjarasamningarnir 2019, sem eru almennt lofaðir af samtökum launafólks, voru afsprengi víðtækrar samstöðu. Nýgerðir skammtímasamningar fóru fram í skugga innbyrðis átaka en þó báru nær öll félög Starfsgreinasambandsins gæfu til þess að mæta bæði tímanlega, vel undirbúin og sameinuð til leiks og svo fór að verslunarmenn tóku höndum saman við iðnfélögin um að semja á sömu nótum. Loks samþykkti félagsfólk Eflingar miðlunartillögu um sambærilegan samning með mun meira afgerandi hætti en lífskjarasamningana 2019. En vinnan við gerð heildarkjarasamninga sem eiga að taka við og duga öllu launafólki bæði sem vörn og lífskjarabót frá byrjun næsta árs og til næstu ára, er þegar hafin í skugga verðbólgu og óvissu í alþjóðamálum. Þar dugir engin sundrung til að ná raunverulegum árangri. Þess vegna legg ég við hlustir þegar fram kemur öflugur formannsframbjóðandi sem lofar mátt samstöðu í stað innbyrðis átaka. Og við erum komin í sérkennilega stöðu þegar sama netofbeldissveit og snúist hefur gegn fyrrum starfsfólki Eflingar, fyrrverandi forseta ASÍ og forystufólki SGS, ræðst nú á þennan frambjóðanda með því að leggja áherslu á samtakamátt að jöfnu við svik við láglaunafólk. Sami hópur mun eflaust ekki draga af sér í fordæmingu á þessum pistli eða mér sem höfundi hans. En ég hef þá trú að félagsfólk VR hafi meiri áhuga á árangri á þeim fjölmörgu sviðum sem skipta hvað mestu máli en að félagið sé áfram verkfæri í hatrömmum innbyrðis átökum innan heildarsamtaka launafólks. VR á einfaldlega að hafa þar leiðandi hlutverk í krafti stærðar og málflutnings. Til þess þarf félagið leiðtoga og í það hlutverk treysti ég Elvu Hrönn. Hvet alla VR félaga til að skrá sig inn á VR.is og kjósa fyrir 15. mars. Höfundur er félagi í VR.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun