Skoðun

Sterkari á­herslur VG fyrir þau sem veikast standa í sam­fé­laginu

Steinar Harðarson skrifar

Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum. Sá áhugi kviknaði strax á unglingsárum og ég hef starfað innan stjórnmálaflokka meira og minna alla tíð. Ég hef verið félagi í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði frá upphafi. Ég hef verið virkur í starfi VG frá byrjun og m.a. verið meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Það er heillandi verkefni að starfa í stjórn hreyfingar sem hefur það markmið að vera helsti málsvari umhverfisverndar, kvenfrelsis, alþjóðlegrar friðarhyggju og félagslegs réttlætis. Á þeim sviðum höfum við í VG náð talsverðum árangri þó enn sé verk að vinna. Baráttu fyrir félagslegum réttindum lýkur aldrei og stundum þarf, eins og dæmin sanna, að taka á til að verja þá stöðu sem náðst hefur. Ég tel að við í VG þurfum sterkari áherslur og tala skýrar máli þeirra sem veikast standa í íslensku samfélagi. Að því vil ég vinna í stjórn VG.

Ástæða þess að ég sækist sérstaklega eftir starfi gjaldkera er að ég hef þónokkra reynslu af gjaldkerastörfum og fjáröflunarstörfum félags, var gjaldkeri eða formaður VGR í þrennum kosningum þ.e. 2016, 2017 og 2018. Félagið í Reykjavík kom skuldlaust frá öllum þessum kosningum. Hlutverk gjaldkera krefst þolinmæði, nákvæmni og þrjósku. Ég þykist búa yfir þeim eiginleikum að einhverju marki. Jafnframt hef ég tekið þátt í fjáröflunum fyrir VG, verið formaðu fjáröflunarnefndar og náð þar alveg bærilegum árangri.

Höfundur er vinnuverndarráðgjafi, athafnastjóri og félagi í VG Reykjavík.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×