Af grasafjalli stjórnmálanna Sigríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 13:01 Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar