Af grasafjalli stjórnmálanna Sigríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 13:01 Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun