Þú getur haft áhrif María Rós Kaldalóns skrifar 23. mars 2023 08:31 Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér .
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar