Skjálftahrina er hafin í Valhöll Tómas Ellert Tómasson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú skelfur Valhöll. Valhöll skelfur vegna þess að kominn er fram efnilegur leiðtogi í öðrum stjórnmálaflokki sem ógnar því valdajafnvægi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda. Valdajafnvægi þar sem einn stjórnmálaflokkur hefur töglin og hagldirnar. Og nú verður allt reynt til að koma höggi á þann stjórnmálamann og hans flokk sem ógnar þessu valdajafnvægi. Skrímsladeildin ryðst af stað, eira engum sem fyrir verður, heimta afsagnir kjörinna fulltrúa og ræða digurbarkalega sín á milli um vanda sveitarfélaga í sínum eigin viðtalsþáttum. Vanda sem þeir margir hverjir sköpuðu sjálfir, reyna að fela og viðurkenna ekki. Nú síðast var settur upp leikþáttur í Svf. Árborg þar sem sleginn var falskur tónn sem „óvart“ barst inn í Borgarstjórn Reykjavíkur. Í Árborg var blásið til íbúafundar um fjármál sveitarfélagsins. Staðan máluð svört. Skuldahlutfallið sagt vera 160% vegna rekstrarársins 2022, yfir 150% skuldaviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd í Árborg árin 2010 til 2018. Þá var skuldahlutfallið í 5 ár af 8 yfir 150% skuldaviðmiði, var lægst 134% og hæst 205%. Aldrei var blásið til íbúafunda um fjármál sveitarfélagsins vegna þessa. Og þess ber svo að geta að þær fjárfestingar sem farið var í á sl. kjörtímabili (2018-2022) af meirihluta Á, B, M og S-lista í Árborg voru að mestu margsvikin kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2006 s.s. bygging fjölnota íþróttahúss. Mynd 1- Skuldahlutfall Svf. Árborgar 2010-2021Samband íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík kalla svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að meirihluti borgarstjórnar bregðist við með jafn „heiðarlegum“ og ábyrgum hætti og sveitarstjórn Árborgar og haldi íbúafund um fjármál Reykjavíkurborgar. Fyrrum fjandmennirnir í skrímsladeildinni eru svo einnig farnir að vinna aftur saman og hrópa í kappi hver við annan allskyns ónefnum að öðrum borgarfulltrúum. Það þykir mér vera saga til næsta bæjar og bera vott um að verulega hrikti í stoðum Valhallar vegna efnilega leiðtogans sem nú er reynt að knésetja með öllum ráðum. Við höfum séð svipuð vinnubrögð áður hjá skrímsladeildinni þegar herja á og taka á niður leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Hæstu hæðum náði skrímsladeildin árið 2016 svo eftir var tekið á heimsvísu. Því miður fyrir íslenska þjóð var í það skiptið tekinn niður stjórnmálamaður sem stóð með landi og þjóð gegn erlendum og innlendum hrægömmum. Sá stóð sem betur fer upp aftur. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun