Framsókn stendur með bændum Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 21. apríl 2023 15:00 Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings. Framsókn hefur í gegnum tíðina staðið með landbúnaði, og mun ávallt og er því rétti flokkurinn fyrir mig til þess að starfa með. Framsókn á uppruna sinn í sveitum landsins og hefur sú taug aldrei slitnað öll þessi ár. Á þessu kjörtímabili hafa þingmenn Framsóknar gert sitt besta til þess að vera öflugir málsvarar bænda í landinu. Ætla ég mér hér að tæpa á nokkrum málum sem það snertir á þessu kjörtímabili en umfangið er það mikið að það kemst ekki fyrir í einni grein. Fyrir þá sem er enn áhugasamari bendi ég á að á vef Alþingis þar sem finna má snyrtilega upp sett öll þingmál og ræður einstakra þingmanna. Breyting á búvörulögum Sá sem hér skrifar hefur lagt fram nokkur þingmannamál á yfirstandandi kjörtímabili sem snúa að landbúnaði og má þar fyrst og helst nefna frumvarp til breytingar á búvörulögum. Um er að ræða tillögu sem þingmenn Framsóknar hafa ítrekað lagt fram og er þess efnis að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga sé afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Þessi tillaga hefur ekki náð í gegn en hún gæti skilað mun betri afkomu afurðastöðva sem skilar sér bæði til bænda og neytenda. Það er mikilvægt að hafa í huga í þessu samhengi að landbúnaður innan ESB er að miklu leyti undanþeginn samkeppnislögum. Um þetta mál hafa þingmenn Framsóknar fjallað um í ræðustól Alþingis og skrifað margar greinar m.a. þessa grein þar sem ég hvet áfram matvælaráðherra til að vinna í þágu íslensks landbúnaðar og koma með frumvarp til þingsins um undanþágu frá samkeppnisákvæðum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði líkt og gert hafði verið ráð fyrir á þingmálaskrá. Ef við ætlum okkur ekki að staðna er mjög mikilvægt að ganga í verkin! Fleiri þingmannamál Auk þess hefur undirritaður lagt fram tvær þingsályktunartillögur er snúa að dýralæknum, annars vegar heildarendurskoðun á vaktakerfi dýralækna og hins vegar tillögu sem snýr að því að veita sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi. Þeir sem vilja glöggva sig frekar á þeim málum geta lesið hér smá greinarstúf sem ég skrifaði að því tilefni. Í haust mælti ég svo fyrir tillögu um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Tillagan snýr að því að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 með það að markmiði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu hverju sinni. En ýmsar hamfarir, heimsfaraldrar og stríðsátök geta gert það að verkum að flutningsleiðir til landsins stöðvist. Við þær aðstæður þarf að tryggja að lágmarksbirgðir séu til af matvælum í landinu á hverjum tíma. Um þetta hef ég oft komið inn á í ræðustól Alþingis og fjallað um í greinum. Þess utan hef ég lagt fram þrjár aðrar tillögur er snúa að landbúnaði með einum eða öðrum hætti, það er um refa- og minkaveiði, leyfi til að veiða álft o.fl. utan hefðbundins veiðitíma og þjóðarátak í landgræðslu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál frekar mæli ég með að fylgja tenglunum áfram til að lesa. Líneik Anna Sævarsdóttir lagði svo fram í annað sinn á þessu þingi þingsályktunartillögu er varðar úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. En þar er komið inn á vernd til bænda í kjölfar náttúruhamfara. Lesa má frekar um uppruna tillögunnar í þessari grein sem við Líneik Anna og Ingibjörg Isaksen skrifuðum síðasta vetur. Eftirlitshlutverk þingmanna Alþingismenn rækja eftirlitshlutverk sitt með sérstökum umræðum í þingsal við ráðherra um mál sem þeir bera ábyrgð á, með fyrirspurnum og/eða skýrslubeiðnum. Þingmenn Framsóknar hafa verið duglegir við fyrirspurnir til ráðherra varðandi hin ýmsu mál er snúa að landbúnaði. Fyrir áhugasama má kynna sér fyrirspurnir sem þingmenn Framsóknar hafa lagt fyrir ráðherra á þessu kjörtímabili en þær er; förgun dýraafurða og dýrahræja, samanburður á framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti, kornrækt, kolefnisbindingu, tryggingarvernd til bænda, aðgerðir til að treysta innlenda matvælaframleiðslu, kolefnisjöfnun landgræðslunnar, raforka til garðyrkjubænda, framlag vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á lögbýlum, fæðuöryggi, aukin nýting lífræns úrgangs til áburðar, endurheimt votlendis, nýting lífræns úrgangs til áburðar, og staða kjötframleiðenda. Þá hefur sá sem hér skrifað efnt til sérstakra umræðna um innlenda matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu. Þess utan hafa þingmenn Framsóknar skrifað fjölda greina sem birst hafa á öldum ljósvakans síðustu ár til þess að vekja athygli almennings á málefnum bænda enda koma þau okkur öllum við. Nú síðast birti sá sem hér skrifar grein ásamt Höllu Signýju Kristjánsdóttur um nýja nálgun til þess að verjast riðu. Þá skrifaði Halla Signý grein um íslenska matvöru á páskum sem svar við grein þar sem vegið var að íslenskri matvælaframleiðslu. Þingmenn Framsóknar hafa verið ötulir við að benda á að staða íslenskra bænda sé grafalvarleg, svo alvarleg að sársaukamörkum hefur fyrir löngum verið náð. Við höfum bent á að ef við viljum í alvöru standa með neytendum og innlendri framleiðslu þá er til leið. Ég þreytist ekki á að standa upp í ræðustól Alþingis og benda á að fæðuöryggi sé þjóðaröryggismál, það hefur Stefán Vagn Stefánsson einnig fjallað um, ásamt Ingibjörgu Isaksen. Þá hefur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir m.a. gert að umtalsefni sínu erfiðri stöðu ungra bænda. Við vitum og höfum bent á að meginþorri þjóðarinnar vill ekki fórna landbúnaði, bændum og landsbyggðinni fyrir hagsmuni fámennar heildsalaklíku, við viljum standa vörð um innlendan landbúnað og matvælaframleiðslu þjóðinni til heilla. Að lokum langar mig einnig að minnast baráttu Framsóknar á síðasta kjörtímabili fyrir banni á dreifingu á matvælum með sýklalyfjaónæmum bakteríum, en við breytingu á lögum um innflutning matvæla settu þingmenn Framsóknar það skilyrði að aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna yrði samþykkt fyrir afgreiðslu málsins og þar með að Ísland verði í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Öflugur landbúnaður er grundvöllur farsældar Líkt og sagði hér í upphafi þá verður hér ekki tæmandi talið öll þau mál, ræður, greinar og erindi sem þingmenn Framsóknar hafa staðið fyrir til þess að standa vörð um innlendan landbúnað og matvælaframleiðslu. Við þingmenn getum gert okkar, en betur má ef duga skal. Okkar verkefni er að halda áfram að ræða mikilvægi innlends landbúnaðar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við samstarfsflokkanna sem og aðra flokka á Alþingi. Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Við í Framsókn ætlum okkur ekki að tapa niður því sem þau sem á undan okkur gengu byggðu upp. En til þess þarf samstöðu því með sundrung komumst við ekkert áfram. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Sjá meira
Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings. Framsókn hefur í gegnum tíðina staðið með landbúnaði, og mun ávallt og er því rétti flokkurinn fyrir mig til þess að starfa með. Framsókn á uppruna sinn í sveitum landsins og hefur sú taug aldrei slitnað öll þessi ár. Á þessu kjörtímabili hafa þingmenn Framsóknar gert sitt besta til þess að vera öflugir málsvarar bænda í landinu. Ætla ég mér hér að tæpa á nokkrum málum sem það snertir á þessu kjörtímabili en umfangið er það mikið að það kemst ekki fyrir í einni grein. Fyrir þá sem er enn áhugasamari bendi ég á að á vef Alþingis þar sem finna má snyrtilega upp sett öll þingmál og ræður einstakra þingmanna. Breyting á búvörulögum Sá sem hér skrifar hefur lagt fram nokkur þingmannamál á yfirstandandi kjörtímabili sem snúa að landbúnaði og má þar fyrst og helst nefna frumvarp til breytingar á búvörulögum. Um er að ræða tillögu sem þingmenn Framsóknar hafa ítrekað lagt fram og er þess efnis að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga sé afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Þessi tillaga hefur ekki náð í gegn en hún gæti skilað mun betri afkomu afurðastöðva sem skilar sér bæði til bænda og neytenda. Það er mikilvægt að hafa í huga í þessu samhengi að landbúnaður innan ESB er að miklu leyti undanþeginn samkeppnislögum. Um þetta mál hafa þingmenn Framsóknar fjallað um í ræðustól Alþingis og skrifað margar greinar m.a. þessa grein þar sem ég hvet áfram matvælaráðherra til að vinna í þágu íslensks landbúnaðar og koma með frumvarp til þingsins um undanþágu frá samkeppnisákvæðum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði líkt og gert hafði verið ráð fyrir á þingmálaskrá. Ef við ætlum okkur ekki að staðna er mjög mikilvægt að ganga í verkin! Fleiri þingmannamál Auk þess hefur undirritaður lagt fram tvær þingsályktunartillögur er snúa að dýralæknum, annars vegar heildarendurskoðun á vaktakerfi dýralækna og hins vegar tillögu sem snýr að því að veita sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi. Þeir sem vilja glöggva sig frekar á þeim málum geta lesið hér smá greinarstúf sem ég skrifaði að því tilefni. Í haust mælti ég svo fyrir tillögu um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Tillagan snýr að því að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 með það að markmiði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu hverju sinni. En ýmsar hamfarir, heimsfaraldrar og stríðsátök geta gert það að verkum að flutningsleiðir til landsins stöðvist. Við þær aðstæður þarf að tryggja að lágmarksbirgðir séu til af matvælum í landinu á hverjum tíma. Um þetta hef ég oft komið inn á í ræðustól Alþingis og fjallað um í greinum. Þess utan hef ég lagt fram þrjár aðrar tillögur er snúa að landbúnaði með einum eða öðrum hætti, það er um refa- og minkaveiði, leyfi til að veiða álft o.fl. utan hefðbundins veiðitíma og þjóðarátak í landgræðslu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál frekar mæli ég með að fylgja tenglunum áfram til að lesa. Líneik Anna Sævarsdóttir lagði svo fram í annað sinn á þessu þingi þingsályktunartillögu er varðar úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. En þar er komið inn á vernd til bænda í kjölfar náttúruhamfara. Lesa má frekar um uppruna tillögunnar í þessari grein sem við Líneik Anna og Ingibjörg Isaksen skrifuðum síðasta vetur. Eftirlitshlutverk þingmanna Alþingismenn rækja eftirlitshlutverk sitt með sérstökum umræðum í þingsal við ráðherra um mál sem þeir bera ábyrgð á, með fyrirspurnum og/eða skýrslubeiðnum. Þingmenn Framsóknar hafa verið duglegir við fyrirspurnir til ráðherra varðandi hin ýmsu mál er snúa að landbúnaði. Fyrir áhugasama má kynna sér fyrirspurnir sem þingmenn Framsóknar hafa lagt fyrir ráðherra á þessu kjörtímabili en þær er; förgun dýraafurða og dýrahræja, samanburður á framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti, kornrækt, kolefnisbindingu, tryggingarvernd til bænda, aðgerðir til að treysta innlenda matvælaframleiðslu, kolefnisjöfnun landgræðslunnar, raforka til garðyrkjubænda, framlag vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á lögbýlum, fæðuöryggi, aukin nýting lífræns úrgangs til áburðar, endurheimt votlendis, nýting lífræns úrgangs til áburðar, og staða kjötframleiðenda. Þá hefur sá sem hér skrifað efnt til sérstakra umræðna um innlenda matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu. Þess utan hafa þingmenn Framsóknar skrifað fjölda greina sem birst hafa á öldum ljósvakans síðustu ár til þess að vekja athygli almennings á málefnum bænda enda koma þau okkur öllum við. Nú síðast birti sá sem hér skrifar grein ásamt Höllu Signýju Kristjánsdóttur um nýja nálgun til þess að verjast riðu. Þá skrifaði Halla Signý grein um íslenska matvöru á páskum sem svar við grein þar sem vegið var að íslenskri matvælaframleiðslu. Þingmenn Framsóknar hafa verið ötulir við að benda á að staða íslenskra bænda sé grafalvarleg, svo alvarleg að sársaukamörkum hefur fyrir löngum verið náð. Við höfum bent á að ef við viljum í alvöru standa með neytendum og innlendri framleiðslu þá er til leið. Ég þreytist ekki á að standa upp í ræðustól Alþingis og benda á að fæðuöryggi sé þjóðaröryggismál, það hefur Stefán Vagn Stefánsson einnig fjallað um, ásamt Ingibjörgu Isaksen. Þá hefur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir m.a. gert að umtalsefni sínu erfiðri stöðu ungra bænda. Við vitum og höfum bent á að meginþorri þjóðarinnar vill ekki fórna landbúnaði, bændum og landsbyggðinni fyrir hagsmuni fámennar heildsalaklíku, við viljum standa vörð um innlendan landbúnað og matvælaframleiðslu þjóðinni til heilla. Að lokum langar mig einnig að minnast baráttu Framsóknar á síðasta kjörtímabili fyrir banni á dreifingu á matvælum með sýklalyfjaónæmum bakteríum, en við breytingu á lögum um innflutning matvæla settu þingmenn Framsóknar það skilyrði að aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna yrði samþykkt fyrir afgreiðslu málsins og þar með að Ísland verði í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Öflugur landbúnaður er grundvöllur farsældar Líkt og sagði hér í upphafi þá verður hér ekki tæmandi talið öll þau mál, ræður, greinar og erindi sem þingmenn Framsóknar hafa staðið fyrir til þess að standa vörð um innlendan landbúnað og matvælaframleiðslu. Við þingmenn getum gert okkar, en betur má ef duga skal. Okkar verkefni er að halda áfram að ræða mikilvægi innlends landbúnaðar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við samstarfsflokkanna sem og aðra flokka á Alþingi. Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Við í Framsókn ætlum okkur ekki að tapa niður því sem þau sem á undan okkur gengu byggðu upp. En til þess þarf samstöðu því með sundrung komumst við ekkert áfram. Höfundur er bóndi og þingmaður Framsóknar.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun