Djúpið í örum vexti! Ágúst Bjarni Garðarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa 22. apríl 2023 13:30 Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi. Undirritaðir áttu mjög fróðlega og góða ferð um liðna helgi er við kynntum okkur eldissvæði Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi. Þar hefur verið lax í sjó í hartnær eitt ár með lágum afföllum og góðum vexti. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, fór yfir áherslur og framtíðarsýn fyrirtækisins á framleiðslunni í viðkvæmri náttúru og um leið verðmætri auðlind. Fróðlegt var að hlýða á yfirlit yfir þær miklu umhverfisrannsóknir sem fram hafa farið og þann viðamikla undirbúning sem fór fram áður en eldið fór af stað. Eins var upplýsandi að heyra hvað fyrirtækið býr að mikilli þekkingu eftir 20 ár í eldi og síðan áratuga reynslu af rækjuveiðum í Djúpinu. Háafell vinnur eftir ströngum kröfum og vinnur nú að innleiðingu Whole Foods staðalsins fyrir sínar vörur, sem eru afar kröfuharðar, er varðar efni, fóður og sýnatökur. Whole Foods eru hvað þekktust fyrir sölu á hágæða matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Rétt er að geta þess að sýklalyf eru ekki notuð hjá þeim í fyrirtækjum sem í dag stunda laxeldi í sjó á Vestfjörðum. Við erum sannfærð um að góðri umgjörð sé hægt að byggja upp greinina í sátt við náttúruna, en ekki á kostnað hennar. Við höfum tækifæri til að skapa ný störf og er mikilvægt að farvegurinn sé þannig úr garði gerður að hægt sé að sækja hratt fram. Það er ekki ónýtt að geta tryggt betur og stuðlað að störfum er krefjast fjölbreytts bakgrunns. Gleymum heldur ekki afleiddum störfum, allt helst þetta í hendur að festa í sessi sterkara samfélag á Vestfjörðum. Það þarf að vinna að sanngjarni skiptingu tekna á milli ríkis og sveitarfélaga og tryggja uppbyggingu innviða. Framsókn hefur talað skýrt í þeim efnum, að gjaldtaka standi undir verkefnum sveitarfélaga ásamt því að tryggð sé sjálfbærni þeirra hafna og samfélaga þar sem eldi er stundað. Það er allra hagur. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt með nýrri atvinnugrein sem laxeldið er og ekki síst á stöðum sem hafa verið í mikilli varnarbaráttu síðustu áratugi. En það þarf einnig að taka af skarið og vera með skýra sýn á ákvarðanir sem þarf að taka. Laxeldið mun verða ein stærsta útflutningsgreinin og um leið tryggjum við frekari stoðir undir fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi. Höfundar eru þingmenn Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Fiskeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi. Undirritaðir áttu mjög fróðlega og góða ferð um liðna helgi er við kynntum okkur eldissvæði Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi. Þar hefur verið lax í sjó í hartnær eitt ár með lágum afföllum og góðum vexti. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, fór yfir áherslur og framtíðarsýn fyrirtækisins á framleiðslunni í viðkvæmri náttúru og um leið verðmætri auðlind. Fróðlegt var að hlýða á yfirlit yfir þær miklu umhverfisrannsóknir sem fram hafa farið og þann viðamikla undirbúning sem fór fram áður en eldið fór af stað. Eins var upplýsandi að heyra hvað fyrirtækið býr að mikilli þekkingu eftir 20 ár í eldi og síðan áratuga reynslu af rækjuveiðum í Djúpinu. Háafell vinnur eftir ströngum kröfum og vinnur nú að innleiðingu Whole Foods staðalsins fyrir sínar vörur, sem eru afar kröfuharðar, er varðar efni, fóður og sýnatökur. Whole Foods eru hvað þekktust fyrir sölu á hágæða matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Rétt er að geta þess að sýklalyf eru ekki notuð hjá þeim í fyrirtækjum sem í dag stunda laxeldi í sjó á Vestfjörðum. Við erum sannfærð um að góðri umgjörð sé hægt að byggja upp greinina í sátt við náttúruna, en ekki á kostnað hennar. Við höfum tækifæri til að skapa ný störf og er mikilvægt að farvegurinn sé þannig úr garði gerður að hægt sé að sækja hratt fram. Það er ekki ónýtt að geta tryggt betur og stuðlað að störfum er krefjast fjölbreytts bakgrunns. Gleymum heldur ekki afleiddum störfum, allt helst þetta í hendur að festa í sessi sterkara samfélag á Vestfjörðum. Það þarf að vinna að sanngjarni skiptingu tekna á milli ríkis og sveitarfélaga og tryggja uppbyggingu innviða. Framsókn hefur talað skýrt í þeim efnum, að gjaldtaka standi undir verkefnum sveitarfélaga ásamt því að tryggð sé sjálfbærni þeirra hafna og samfélaga þar sem eldi er stundað. Það er allra hagur. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt með nýrri atvinnugrein sem laxeldið er og ekki síst á stöðum sem hafa verið í mikilli varnarbaráttu síðustu áratugi. En það þarf einnig að taka af skarið og vera með skýra sýn á ákvarðanir sem þarf að taka. Laxeldið mun verða ein stærsta útflutningsgreinin og um leið tryggjum við frekari stoðir undir fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi. Höfundar eru þingmenn Framsóknar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar