Um tjáningarfrelsi kennara Eva Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 11:30 Fyrir aðeins 15 árum var það almenn skoðun meðal Íslendinga að kynin væru tvö, karl og kona. Svo voru til frávik. Annarsvegar líffræðileg frávik þar sem þurfti læknisfræðilegt innfrip til að ákvarða kyn barnsins. Flest okkar töluðu um slík frávik sem „fæðingargalla“, líkt og þegar barn fæðist með skarð í vör eða afmyndaðan útlim. Hinsvegar gat vafi um kyn birst í fráviki af geðrænum eða tilfinningalegum toga. Við töluðum um transfólk sem kynskiptinga og síðar var upplifun þess skilgreind sem kynáttunarvandi. Við sem ólumst upp með Enid Blyton á náttborðinu vissum að til voru stelpur sem vildu vera strákar og strákar sem vildu vera stelpur. Við hefðum kannski virt ósk þeirra um að kalla þau nöfnum sem samræmdust ekki líffræðilegu kyni en lítið reyndi á það. Ég gekk í átta grunnskóla og tvo framhaldsskóla án þess að kynnast einum einasta dreng sem talaði um sjálfan sig sem stúlku eða öfugt. Að fagna fjölbreytileikanum Á síðustu fimmtán árum hefur þetta snarlega breyst. Transbörn eru nú á hverju strái og hefur lögum verið breytt til samræmis við þann nýja veruleika að kyn sé ekki líffræðilegt fyrirbæri heldur félagslegt og að fólk geti valið það sjálft hvaða kyni það tilheyrir, ef einhverju. Samtímis er það orðin opinber stefna að skólar skuli vera "hinsegin vænir" og hagsmunasamtök sjá um sérstaka hinsegin fræðslu fyrir grunnskólabörn, sem miðar að því að breiða út fagnaðarerindið um fjölbreytileika mannlífsins. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Það er skipun ofan frá, frá riddurum félagslegs réttlætisins, sem þiggja vald sitt reyndar ekki frá Guði almáttugum heldur frá öllum örmum ríkisvaldsins, fjölmiðlum, atvinnurekendum og rödd almennings á samfélagsmiðlum. Það er ekki nóg að fagna því að samfélag okkar telji ekki lengur ásættanlegt að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúar, fötlunar o.sfrv. heldur virðist sem frávik eins og fötlun, geðsjúkdómar og kynáttunarvandi eigi að teljast fagnaðarefni í sjálfu sér. Sá sem talar um slík frávik sem vandamál getur átt von á því að vera sakaður um fordóma og jafnvel hatur. Nýr tíðarandi og ný lagaákvæði breyta þó ekki þeirri staðreynd að samfélag okkar gengur almennt út frá því að kynin séu tvö. Það er meira að segja gengið út frá því í stjórnarskrá lýðveldisins að konur og karlar skuli njóta jafnréttis en önnur kyn eru ekki nefnd í því sambandi. Inngrip í tjáningarfrelsi kennara Þann 14. apríl sl. birti Morgunblaðið grein eftir kennara, Helgu Dögg Sverrisdóttur, þar sem hún gagnrýnir aðkomu Samtakanna '78 að skólastarfi. Greinin felur ekki í sér neinar árásir á hinsegin eða kynsegin fólk, heldur gagnrýni á þá stefnu að kenna börnum að kyn sé valkvætt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Góða fólkið“ fordæmdi skrif Helgu og sagði hana vera að níðast á transfólki. Aðrir fögnuðu því að einhver þyrði að viðra þessa skoðun opinberlega. Skólastjóri boðaði hana til leiðbeinandi samtals. Já, það er rétt. Kennari var boðaður á fund skólastjóra fyrir að tjá opinberlega þá skoðun að kyn sé líffræðileg staðreynd og að hugmyndafræði tiltekinna hagsmunasamtaka ætti ekki að vera á námskrá grunnskóla. Viðbrögðin við grein Helgu Daggar minna um margt á mál Snorra í Betel. Árið 2012 lýsti Snorri því viðhorfi að það væri í andstöðu við evangelískar trúarsetningar að flokka sambönd samkynhneigðra sem mannréttindi enda telji Evangelistar slík sambönd vera synd og að samkvæmt ritningunni séu laun syndarinnar dauði. Þessi skrif Snorra vöktu mikinn úlfaþyt í samfélaginu og urðu til þess að Akureyrarbær sagði honum upp störfum. Sú ákvörðun var réttlætt með því að hætta væri á því að trúarskoðanir hans særðu nemendur, enda þótt hann hefði ekki blandað þeim skoðunum í starf sitt við skólann. Snorri leitaði réttar síns og komust bæði Innanríkisráðuneytið og dómstólar á tveim dómstigum að þeirri niðurstöðu að engar lagaheimildir væru fyrir því að beita kennara agaviðurlögum vegna skrifa sem ekki tengdust starfi hans. Vegið að tjáningarfrelsinu Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Þetta er ekki innantómur frasi heldur mikilvæg staðreynd. Mannréttindadómstóll Evrópu notar einmitt þetta orðalag í fjölmörgum dómum sem varða tjáningarfrelsi og takmörk þess. Tjáningarfrelsið sætir vissulega takmörkunum en þær takmarkanir ná ekki til málefnalegrar umræðu um samfélagsmál. Enda er ekki hægt að tala um lýðræði í ríkjum þar sem mismunandi skoðanir fá ekki að heyrast og þar sem fólk er beitt viðurlögum fyrir að gagnrýna stofnanir samfélagsins, ákvarðanir stjórnvalda eða stjórnmálamenn. Síðustu áratugi virðist þó sem verulega hafi þrengt að frelsi manna til að tjá sig um samfélagsmál, ekki bara á Íslandi heldur víða í Evrópu. Þetta á ekki síst við um tjáningu sem varðar málefni hinsegin hreyfingarinnar. Það er orðið varasamt að tjá íhaldssamar hugmyndir um kyn og kynferði. Starfsfólk skóla og aðrir sem vinna með börnum og unglingum virðast sérstaklega útsettir fyrir áreitni á vinnustað vegna skoðana sem þykja afturhaldssamar og eiga jafnvel yfir höfði sér agavirðurlög af hálfu vinnuveitanda. Slík skoðanakúgun er svo réttlætt með því að nemendur gætu tekið skoðanir kennarans nærri sér. Þátttaka í lýðræðssamfélagi Vitaskuld eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að sýna nemendum tillitssemi. Ekkert barn á að þurfa að þola mismunun eða vonda framkomu vegna litarháttar síns, trúarbragða, kynímyndar, fötlunar, holdafars, samfélagsstöðu foreldra eða annarra ómálefnalegra sjónarmiða. Sem borgarar í lýðræðisríki verðum við samt að gera greinarmun á opinberri umræðu um samfélagsmál og persónulegum árásum og mismunun. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er eitt af hlutverkum skólans að þjálfa börn í því að verða þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Í því felst m.a. að við verðum að sætta okkur við að ekki séu allir sammála og að aðrir njóti frelsis til að tjá skoðanir sem hneyksla okkur. Tjáningarfrelsið telst ekki aðeins til mannréttinda, það er líka meginforsenda lýðræðisins. Kennarar eru þátttakendur í lýðræðissamfélagi og þeir mega hafa skoðanir sem falla ekki að smekk þeirra sem hvað mest tala um mannréttindi. Kennari sem tjáir sig opinberlega má gagnrýna aðkomu Samtakanna '78 að starfi grunnskóla, jafnvel þótt sé barn með kynáttunarvanda í skólanum. Kennari má lýsa áhyggjum af offitu meðal skólabarna þótt sé feitt barn í skólanum. Kennari má viðra þá skoðun að Ísland taki við of mörgum flóttamönnum, þótt sé flóttabarn í skólanum. Kennari má lýsa andúð á trúarbrögðum þótt sé trúað barn í skólanum. Kennari má líka tjá þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarafl og Vinstri græn samsafn svikahrappa, jafnvel þótt í skólanum séu börn sem eiga foreldra í forystu þessara flokka. Öll þessi viðhorf má svo gagnrýna — og það á að kenna börnum — en vettvangur þeirrar gagnrýni á ekki að vera kontór skólastjóra. Það er einfaldlega ekki á valdsviði yfirmanna opinberra starfsmanna að takmarka málefnalega tjáningu þeirra um samfélagmál utan vinnustaðar. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins 15 árum var það almenn skoðun meðal Íslendinga að kynin væru tvö, karl og kona. Svo voru til frávik. Annarsvegar líffræðileg frávik þar sem þurfti læknisfræðilegt innfrip til að ákvarða kyn barnsins. Flest okkar töluðu um slík frávik sem „fæðingargalla“, líkt og þegar barn fæðist með skarð í vör eða afmyndaðan útlim. Hinsvegar gat vafi um kyn birst í fráviki af geðrænum eða tilfinningalegum toga. Við töluðum um transfólk sem kynskiptinga og síðar var upplifun þess skilgreind sem kynáttunarvandi. Við sem ólumst upp með Enid Blyton á náttborðinu vissum að til voru stelpur sem vildu vera strákar og strákar sem vildu vera stelpur. Við hefðum kannski virt ósk þeirra um að kalla þau nöfnum sem samræmdust ekki líffræðilegu kyni en lítið reyndi á það. Ég gekk í átta grunnskóla og tvo framhaldsskóla án þess að kynnast einum einasta dreng sem talaði um sjálfan sig sem stúlku eða öfugt. Að fagna fjölbreytileikanum Á síðustu fimmtán árum hefur þetta snarlega breyst. Transbörn eru nú á hverju strái og hefur lögum verið breytt til samræmis við þann nýja veruleika að kyn sé ekki líffræðilegt fyrirbæri heldur félagslegt og að fólk geti valið það sjálft hvaða kyni það tilheyrir, ef einhverju. Samtímis er það orðin opinber stefna að skólar skuli vera "hinsegin vænir" og hagsmunasamtök sjá um sérstaka hinsegin fræðslu fyrir grunnskólabörn, sem miðar að því að breiða út fagnaðarerindið um fjölbreytileika mannlífsins. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Það er skipun ofan frá, frá riddurum félagslegs réttlætisins, sem þiggja vald sitt reyndar ekki frá Guði almáttugum heldur frá öllum örmum ríkisvaldsins, fjölmiðlum, atvinnurekendum og rödd almennings á samfélagsmiðlum. Það er ekki nóg að fagna því að samfélag okkar telji ekki lengur ásættanlegt að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúar, fötlunar o.sfrv. heldur virðist sem frávik eins og fötlun, geðsjúkdómar og kynáttunarvandi eigi að teljast fagnaðarefni í sjálfu sér. Sá sem talar um slík frávik sem vandamál getur átt von á því að vera sakaður um fordóma og jafnvel hatur. Nýr tíðarandi og ný lagaákvæði breyta þó ekki þeirri staðreynd að samfélag okkar gengur almennt út frá því að kynin séu tvö. Það er meira að segja gengið út frá því í stjórnarskrá lýðveldisins að konur og karlar skuli njóta jafnréttis en önnur kyn eru ekki nefnd í því sambandi. Inngrip í tjáningarfrelsi kennara Þann 14. apríl sl. birti Morgunblaðið grein eftir kennara, Helgu Dögg Sverrisdóttur, þar sem hún gagnrýnir aðkomu Samtakanna '78 að skólastarfi. Greinin felur ekki í sér neinar árásir á hinsegin eða kynsegin fólk, heldur gagnrýni á þá stefnu að kenna börnum að kyn sé valkvætt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Góða fólkið“ fordæmdi skrif Helgu og sagði hana vera að níðast á transfólki. Aðrir fögnuðu því að einhver þyrði að viðra þessa skoðun opinberlega. Skólastjóri boðaði hana til leiðbeinandi samtals. Já, það er rétt. Kennari var boðaður á fund skólastjóra fyrir að tjá opinberlega þá skoðun að kyn sé líffræðileg staðreynd og að hugmyndafræði tiltekinna hagsmunasamtaka ætti ekki að vera á námskrá grunnskóla. Viðbrögðin við grein Helgu Daggar minna um margt á mál Snorra í Betel. Árið 2012 lýsti Snorri því viðhorfi að það væri í andstöðu við evangelískar trúarsetningar að flokka sambönd samkynhneigðra sem mannréttindi enda telji Evangelistar slík sambönd vera synd og að samkvæmt ritningunni séu laun syndarinnar dauði. Þessi skrif Snorra vöktu mikinn úlfaþyt í samfélaginu og urðu til þess að Akureyrarbær sagði honum upp störfum. Sú ákvörðun var réttlætt með því að hætta væri á því að trúarskoðanir hans særðu nemendur, enda þótt hann hefði ekki blandað þeim skoðunum í starf sitt við skólann. Snorri leitaði réttar síns og komust bæði Innanríkisráðuneytið og dómstólar á tveim dómstigum að þeirri niðurstöðu að engar lagaheimildir væru fyrir því að beita kennara agaviðurlögum vegna skrifa sem ekki tengdust starfi hans. Vegið að tjáningarfrelsinu Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Þetta er ekki innantómur frasi heldur mikilvæg staðreynd. Mannréttindadómstóll Evrópu notar einmitt þetta orðalag í fjölmörgum dómum sem varða tjáningarfrelsi og takmörk þess. Tjáningarfrelsið sætir vissulega takmörkunum en þær takmarkanir ná ekki til málefnalegrar umræðu um samfélagsmál. Enda er ekki hægt að tala um lýðræði í ríkjum þar sem mismunandi skoðanir fá ekki að heyrast og þar sem fólk er beitt viðurlögum fyrir að gagnrýna stofnanir samfélagsins, ákvarðanir stjórnvalda eða stjórnmálamenn. Síðustu áratugi virðist þó sem verulega hafi þrengt að frelsi manna til að tjá sig um samfélagsmál, ekki bara á Íslandi heldur víða í Evrópu. Þetta á ekki síst við um tjáningu sem varðar málefni hinsegin hreyfingarinnar. Það er orðið varasamt að tjá íhaldssamar hugmyndir um kyn og kynferði. Starfsfólk skóla og aðrir sem vinna með börnum og unglingum virðast sérstaklega útsettir fyrir áreitni á vinnustað vegna skoðana sem þykja afturhaldssamar og eiga jafnvel yfir höfði sér agavirðurlög af hálfu vinnuveitanda. Slík skoðanakúgun er svo réttlætt með því að nemendur gætu tekið skoðanir kennarans nærri sér. Þátttaka í lýðræðssamfélagi Vitaskuld eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að sýna nemendum tillitssemi. Ekkert barn á að þurfa að þola mismunun eða vonda framkomu vegna litarháttar síns, trúarbragða, kynímyndar, fötlunar, holdafars, samfélagsstöðu foreldra eða annarra ómálefnalegra sjónarmiða. Sem borgarar í lýðræðisríki verðum við samt að gera greinarmun á opinberri umræðu um samfélagsmál og persónulegum árásum og mismunun. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er eitt af hlutverkum skólans að þjálfa börn í því að verða þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Í því felst m.a. að við verðum að sætta okkur við að ekki séu allir sammála og að aðrir njóti frelsis til að tjá skoðanir sem hneyksla okkur. Tjáningarfrelsið telst ekki aðeins til mannréttinda, það er líka meginforsenda lýðræðisins. Kennarar eru þátttakendur í lýðræðissamfélagi og þeir mega hafa skoðanir sem falla ekki að smekk þeirra sem hvað mest tala um mannréttindi. Kennari sem tjáir sig opinberlega má gagnrýna aðkomu Samtakanna '78 að starfi grunnskóla, jafnvel þótt sé barn með kynáttunarvanda í skólanum. Kennari má lýsa áhyggjum af offitu meðal skólabarna þótt sé feitt barn í skólanum. Kennari má viðra þá skoðun að Ísland taki við of mörgum flóttamönnum, þótt sé flóttabarn í skólanum. Kennari má lýsa andúð á trúarbrögðum þótt sé trúað barn í skólanum. Kennari má líka tjá þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarafl og Vinstri græn samsafn svikahrappa, jafnvel þótt í skólanum séu börn sem eiga foreldra í forystu þessara flokka. Öll þessi viðhorf má svo gagnrýna — og það á að kenna börnum — en vettvangur þeirrar gagnrýni á ekki að vera kontór skólastjóra. Það er einfaldlega ekki á valdsviði yfirmanna opinberra starfsmanna að takmarka málefnalega tjáningu þeirra um samfélagmál utan vinnustaðar. Höfundur er lögmaður
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar