Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Sigurjón Þórðarson skrifar 15. maí 2023 08:01 Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun