Leiðtogafundur Evrópuráðsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2023 21:31 Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun