Svandís í hvalnum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. maí 2023 11:30 Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Hvalveiðar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar