Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum Bjarni Jónsson skrifar 30. maí 2023 11:30 Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun