Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ Haraldur R Ingvason skrifar 30. maí 2023 17:00 Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun