Þunglyndi eða geðhvörf? Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:00 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði andlegri og líkamlegri. Mig langaði í þessum pistli m.a. að deila með ykkur minni vitneskju um hypómaníur og opna þannig á umræðu um tengingu á milli þunglyndis og geðhvarfa. Þess ber að geta að ég er enginn sérfræðingur, nema þá bara sérfræðingur í mínum veikindum og minni reynslu. Hypómanía og manía kallast á íslensku oflæti. Hypómanía er eitt einkenni í geðhvörfum 2 (bipolar 2) á móti alvarlegu þunglyndi. Hypómanía er mildari útgáfa af maníu og varir yfirleitt í styttri tíma. Alla jafna stendur hún einungis yfir í nokkra daga en það getur þó verið mismunandi. Hypómanía getur í raun verið nokkuð gott ástand fyrir einstaklinga sem upplifa slíkt. Líðanin fer upp á við og orkan verður meiri en venjulega. Það er heldur ekki stjórnlaust ástand eins og það getur verið í maníunum en maníur eru s.s. einkenni geðhvarfa 1 (bipolar 1). Flest höfum við heyrt um maníur og eflaust dregið upp einhverja mynd af því. Færri hafa hinsvegar heyrt um hypómaníur og þessvegna langaði mig að fjalla stuttlega um það fyrir hér. Afhverju? Jú. Talið er að 40-60% einstaklinga með alvarlegt þunglyndi uppfylli skilyrði fyrir geðhvörf 2 en það fattast oft seint og jafnvel aldrei. Þess má geta að þunglyndi getur verið mjög alvarlegt í geðhvörfum. Til að uppfylla greiningarskilyrði fyrir geðhvörf 2 þarf í raun aðeins eina alvarlega þunglyndislotu og eina hypómaníu. Þessvegna finnst mér undarlegt að oft sé lítil eftirfylgni með einstaklingum sem greinst hafa með þunglyndi og eru komnir á lyf. Fyrir utan það að til eru tæplega 300 raskanir - það eru ekki allir bara með kvíða og þunglyndi. Hér sjái þið samantekt, þar sem samsetning einkenna í geðhvörfum 1 og geðhvörfum 2 koma fram. Ég setti þetta upp í skífurit til að gera það skilmerkilegra. Athuga skal að aðeins er um viðmið að ræða. Einnig getur ástand einstaklings með geðhvörf verið blandað. Hér sjái þið að hypómaníurnar eru aðeins 4% af einkennum sjúklings með geðhvörf 2. Ég sjálf hef verið að glíma við þunglyndi meira eða minna frá unglingsaldri og verið á kvíða- og þunglyndislyfjum í 14 ár með tiltölulega litlum árangri. Fyrst núna er ég að prufa jafnvægislyf, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Jafnvægislyf eru aðallega notuð í geðhvörfum en líka til meðferðar á alvarlegu þunglyndi þegar önnur lyf hafa ekki virkað með tilskyldum árangi. Lyfin draga s.s. úr óeðlilegri virkni í heila og hjálpa til við að draga úr skapsveiflum, þunglyndi og oflæti. Eins og staðan er í heilbrigðiskerfinu núna er kannski erfitt að komast að hjá sérfræðingum en það virðast vera að koma fleiri úrræði inn, sérstaklega á vegum heilsugæslunnar. Bæði ADHD teymi og geðheilsuteymi. Geðheilsuteymin taka á málum þeirra sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en veitt er á heilsugæslustöðvum. Þess má geta að einkenni ADHD geta einnig svipað til oflætis. Þannig getur aukin virkni í oflæti litið út eins og ofvirkni í ADHD. Pirringur í oflæti getur litið út eins og stuttur þráður, sem fylgir gjarnan ADHD og léleg dómgreind í oflæti getur litið út eins og hvatvísi í ADHD. Ómeðhöndlað ADHD getur einnig leitt til kvíða- og þunglyndis. Gott er að hafa í huga að margar taugaraskanir og sjúkdómseinkenni skarast. Meðal annars þessvegna er gott að vera meðvitaður og geta þá rætt það við lækni. Öll viljum við fá réttar greiningar og sé ástand ógreint geta vandamálin bara undið upp á sig. Í lokin langar mig að koma því að, að geðhvörf eru algengasti arfgengi geðsjúkdómurinn. Hann getur versnað með aldrinum - sérstaklega ef ástandið er ómeðhöndlað. Hér eru svo þrír punktar fengnir af heilsutorg.is: „Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumhimnur í heila.” „Ójafnvægi í rafeindaflutningum, orsakast, að tali er, af erfðagalla.” „Vísindamenn hafa ekki enn greint eitt ákveðið gen sem veldur sjúkdómnum, en slík uppgötvun gæti hjálpað að greina fólk í áhættuhópum.” Til þeirra sem eru að upplifa mikla vanlíðan en hafa ekki fengið botn í sín mál langar mig að segja: Gangi ykkur vel, ekki gefast upp og munið að þið eruð ekki ein/einn/eitt. Aldrei. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun