Í hvernig samfélagi búum við? Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar 10. júní 2023 20:00 Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun