Sólarlag Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. júní 2023 14:01 Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Stangveiði Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun