Sólarlag Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. júní 2023 14:01 Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Stangveiði Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú er stangaveiðin hafin af fullum krafti í ám og vötnum landsins. Þúsundir Íslendinga njóta lífsins í faðmi náttúrunnar við veiðar, og fjöldi útlendinga kemur gagngert til landsins til að veiða. Stangaveiðin er því drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið og dýrmæt fyrir menningu og atvinnulíf þjóðar. En þetta er viðkvæmt fjöregg eins og allt sem á líf sitt undir náttúrunni og umgengni við hana. Opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax í austfirskum og vestfirskum fjörðum er baneitraður iðnaður og hrein ógn og árás á villta laxastofna. Allar rannsóknir og reynsla af opna eldinu í nágrannalöndum staðfesta það. Þá er er viðstöðulaust hellt ofan í íslensku kvíarnar alls konar eitri og lyfjum til að reyna að halda lús og fisksjúdómum í skefjum sem hefur lengi verið vandamál í eldisiðjunni. Tæpast geta svona afurðir talist lystugar og til þess fallnar að styrkja orðspor þjóðar um heilnæm matvæli. Auk þess hafa rannsóknir staðfest að úrgangur úr eldiskvíunum stórskaði hryggningarsvæði og seiðauppeldi nytjafiska í fjörðunum. Svo mun erfðablöndum norska eldislaxins útrýma villtum íslenskum laxastofnum og ómögulegt verður að bæta fyrir það. Það er óafturkræft. Viljum við fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir norskt sjókvíaeldi? Samkvæmt skoðanakönnunum er um 70% þjóðar andvígur opnu sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Engar mótvægisaðgerðir né tækni er til sem kemur í veg fyrir að laxar sleppi úr opnum sjókvíum og blandist villta laxinum. Í Noregi hefur sístæður leki seiða úr kvíum verið afkastamestur við erfðablöndunina. Eldiseiðin verða að kynþroska fiskum í opnum sjó, ganga í árnar til að hrygna og þekkjast ekki í sjón frá villta laxinum. Þá vega einstakar slysasleppingar þungt. T.d. þegar 81 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr kví í Arnarfirði síðla sumars árið 2021. Til samanburðar þá er talið að villti íslenski laxastofninn telji u.þ.b. 50 þúsund laxa. Helsta mótvægisaðgerðin í kjölfar slysasleppinga er að setja út net í nágrenni kvíar. Nú hefur opinber nefnd skilað skýrslu og lagt til að netum verði fjölgað við slysasleppingar. Samt hefur ekki frést af einum einasta stroklaxi sem náðst hefur í net í kjölfar slysasleppinga og hafa þó verið býsna margar og netin mörg. Þess er ekki getið í skýrslu stroklaxanefndarinnar. Mótvægisaðgerðir geta hægt á útrýmingu villtra laxastofna, lengt líftímann um örfá ár, en ekki komið í veg fyrir skaðann. Mótvægisaðgerðir búa til falskt öryggi og skálkaskjól, fyrst og fremst fyrir stjórnmálamenn sem finnt best að vera með höfuð í sandi í stað þess að horfast í augu við staðreyndir og bregðast við samkvæmt því. Ef við viljum varðveita villta íslenska laxinn, hlúa að vexti hans með virðingu við náttúruna, þá mótum við opinbera stefnu sem hættir öllu opnu sjókvíaeldi, sólarlagsákvæði sem gefur eldisiðjunni svigrúm til að pakka saman og leita sér verðugri verkefna. Þar gæti landeldi í lokuðum og umhverfisvænum kvíum verið eftirsóknarvert. Þá er mikilvægt að stofnað verði til virkra mótvægisaðgerða fyrir byggðarlögin sem missa spón úr aski sínum við lok opna sjókvíaeldisins. Mikið er tímabært, að nefnd yrði stofnuð til að fjalla um það með aðgerðum. Höfundur situr í stjórn Landssambands veiðifélaga og formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun