Hvar eru gögnin? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2023 13:30 Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu. Það liðu sex dagar þar til svar barst frá ráðuneytinu eftir ítrekun SFS. Þá var beiðnin sögð umfangsmikil og tæki „einhvern tíma“ að safna saman gögnum og gera tilbúin til afhendingar. Nú eru liðnir heilir níu dagar og engin gögn í sjónmáli. Í vikunni var lögfræðilegt álit LEX lögmannsstofu á lögmæti ákvörðunar matvælaráðherra birt. Niðurstaða þess álits var skýr, ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum fór í bága við lög og var ekki reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Það var svo tveimur dögum eftir birtingu lögfræðilegs álits LEX sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom fram á forsíðu Morgunblaðsins með yfirlýsingu fyrir matvælaráðherrann um að gögn um lögmæti ákvörðunar ráðherrans væru væntanleg. Hvað gæti skýrt þessar tafir og tafaleiki? Gæti það verið að enginn lagalegur rökstuðningur hafi legið til grundvallar, að ráðherrann hafi einfaldlega farið fram í krafti pólitískra skammtímahagsmuna og skeytt engu um alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Gæti verið að nú sitji fólk í matvælaráðuneytinu að reyna að rökstyðja sig afturábak að ólögmætri ákvörðun. Ítarleg lagaleg greining LEX lögmannsstofu leiddi í ljós, svo ekki verður um villst, að ráðherrann braut stjórnarskrá með framferði sínu, braut sett lög ásamt því að fara á svig við stjórnsýslureglur sem eru til verndar borgaranna og virti að vettugi meðalhóf við ákvörðunina. Ekkert mat fór fram á svo íþyngjandi ákvörðun og enginn sjálfstæð rannsókn fór fram af hálfu ráðherrans eftir að hún fékk álit fagráðs í hendur. Álit sem tók í engu á lögmæti ákvörðunarinnar, var rýrt að rökstuðningi að öðru leiti og unnið var í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga. Það skýrir kannski nýtilkominn óróleika forsætisráðherra í þessu máli að hún hefur í gegnum tíðina verið föst fyrir í því að ráðherrar rökstyðji ákvarðanir sínar ítarlega, að ráðherrar ráðfæri sig við sérfræðinga við hvert skref – líka um lagaleg atriði, að ráðherrar fresti ákvörðunum ef ekki gefst nægilegur tími til að rannsaka, að ráðherrar ráðfæri sig við þingið við veigamiklar ákvarðanir, að ráðherrar fari að lögum og að gagnsæi ríki í hvívetna í stjórnsýslunni. Það hljóta því að vera þung skref fyrir forsætisráðherrann að þurfa nú að verja þessa ólögmætu ákvörðun matvælaráðherra. En við hjá SFS bíðum enn eftir gögnum úr matvælaráðuneytinu, höldum áfram að ítreka beiðnina og standa vörð um hagsmuni þjóðar þegar kemur að sjálfbærri og löglegri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun