Katrín situr á fundi með forseta Bandaríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2023 12:04 Upphaf leiðtogafundar Bandaríkjaforseta með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki í morgun. Joe Biden forseti Bandaríkjanna ásamt Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinisto forseta Finnlands, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs. AP/Susan Walsh Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. Fundur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með Joe Biden forseta Bandaríkjanna ásamt forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hófst í forsetahöllinni í Helsinki skömmu fyrir hádegi. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Vilíus í Litháen sem lauk í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Svíþjóðar og Noreges í forsetahöllinni í Helsinki.AP/Antti Aimo-Koivisto Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti einnig fundinn í Helsinki ásamt utanríkis- og varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna. Fyrir fundinn lýsti Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu yfir vonbrigðum með að ekki ætti að leggja tímasetta áætlun fram um aðild landsins að NATO, en hann virtist sáttari við niðurstöðuna þegar fundninum lauk. Þórdís Kolbrún segir heildarniðurstöðuna hafa verið mjög góða og sterka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ræðir við Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar á leiðtogafundinum í Vilníus. AP/Mindaugas Kulbis „Ég held að skilaboðin í lok fundar hafi verið heiðarleg að því leyti að það er alger eining um áframhaldandi stuðing. Skuldbindingu frá ríkjum til að gera það sem gera þarf,“ segir Þórdís Kolbrún. Það skipti miklu að stofnað hafi verið sérstakt Úkraínu ráð sem feli í sér raunverulegar breytingar á samskiptum og stöðu Úkraínu innan NATO. „Það eflir þetta pólitíska samstarf og leggur ákveðinn grunn að framtíðaraðild landsins að bandalaginu. Maður þarf auðvitað að skilja í hvaða aðstæðum úkraínsk stjórnvöld eru og úkraínskur almenningur. Þau voru með miklar væntingar og vilja að á þau sé hlustað og þeim sé trúað. En ég held að við getum öll gengið sátt frá borði eftir þennan fund og það voru margar stórar ákvarðanir teknar,” segir utanríkisráðherra. Þá hafi verið samþykktar nýjar varnaráætlanir og aðrar skuldbindingar sem skipti bæði Úkraínu og bandalagsríkin miklu máli. Í hennar huga væri alveg skýrt að framtíð Úkraínu væri í NATO. „Og það er ekki af einhverri greiðvirkni gagnvart Úkraínumönnum heldur skiptir það máli fyrir raunverulegt öryggi og varnarmátt bandalagsins og Evrópu. Þar með frið -og öryggi íbúa í Evrópu. Að þetta risa stóra land og svæði sé ekki skilið eftir á gráu svæði eins og það hefur verið á allt of lengi. Samfélag sem hefur nú þegar tekið ákvörðun um hvert það er að fara,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Utanríkismál Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur NATO Tengdar fréttir Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Katrín náði að skreppa í bæinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. 12. júlí 2023 17:05 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fundur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með Joe Biden forseta Bandaríkjanna ásamt forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hófst í forsetahöllinni í Helsinki skömmu fyrir hádegi. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Vilíus í Litháen sem lauk í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, forseta Finnlands og forsætisráðherrum Danmerkur, Svíþjóðar og Noreges í forsetahöllinni í Helsinki.AP/Antti Aimo-Koivisto Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti einnig fundinn í Helsinki ásamt utanríkis- og varnarmálaráðherrum NATO-ríkjanna. Fyrir fundinn lýsti Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu yfir vonbrigðum með að ekki ætti að leggja tímasetta áætlun fram um aðild landsins að NATO, en hann virtist sáttari við niðurstöðuna þegar fundninum lauk. Þórdís Kolbrún segir heildarniðurstöðuna hafa verið mjög góða og sterka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ræðir við Tobias Billstrom utanríkisráðherra Svíþjóðar á leiðtogafundinum í Vilníus. AP/Mindaugas Kulbis „Ég held að skilaboðin í lok fundar hafi verið heiðarleg að því leyti að það er alger eining um áframhaldandi stuðing. Skuldbindingu frá ríkjum til að gera það sem gera þarf,“ segir Þórdís Kolbrún. Það skipti miklu að stofnað hafi verið sérstakt Úkraínu ráð sem feli í sér raunverulegar breytingar á samskiptum og stöðu Úkraínu innan NATO. „Það eflir þetta pólitíska samstarf og leggur ákveðinn grunn að framtíðaraðild landsins að bandalaginu. Maður þarf auðvitað að skilja í hvaða aðstæðum úkraínsk stjórnvöld eru og úkraínskur almenningur. Þau voru með miklar væntingar og vilja að á þau sé hlustað og þeim sé trúað. En ég held að við getum öll gengið sátt frá borði eftir þennan fund og það voru margar stórar ákvarðanir teknar,” segir utanríkisráðherra. Þá hafi verið samþykktar nýjar varnaráætlanir og aðrar skuldbindingar sem skipti bæði Úkraínu og bandalagsríkin miklu máli. Í hennar huga væri alveg skýrt að framtíð Úkraínu væri í NATO. „Og það er ekki af einhverri greiðvirkni gagnvart Úkraínumönnum heldur skiptir það máli fyrir raunverulegt öryggi og varnarmátt bandalagsins og Evrópu. Þar með frið -og öryggi íbúa í Evrópu. Að þetta risa stóra land og svæði sé ekki skilið eftir á gráu svæði eins og það hefur verið á allt of lengi. Samfélag sem hefur nú þegar tekið ákvörðun um hvert það er að fara,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Utanríkismál Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur NATO Tengdar fréttir Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Katrín náði að skreppa í bæinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. 12. júlí 2023 17:05 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29
Katrín náði að skreppa í bæinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. 12. júlí 2023 17:05
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59