Strandveiðar í stuttu máli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 18. júlí 2023 11:01 Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við kröfu um aukinn kvóta til strandveiða. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlega krafa kemur um stærri hlut strandveiða? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið á svokölluðu aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda. Kerfinu var komið á til að tryggja sjálfbærni og hámörkun verðmæta úr sjávarauðlindinni. Með þeim hætti hefur tekist að tryggja myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Strandveiðar eru frávik frá þessari meginreglu og einkenni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Með strandveiðum er verið að fjölga fiskiskipum, þrátt fyrir að fiskum í sjónum sé síst að fjölga. Útgerðarkostnaður eykst, umgengni um auðlindina verður verri og slysum fjölgar. Strandveiðar eru í eðli sínu kapphlaup þeirra sem veiða um takmarkað magn af fiski. Reynsla af slíkum kerfum, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ekki góð. Landaður afli verður alltaf meiri en ákveðið hefur verið, þar sem takmörkuð stjórn er á afla hvers skips. Af þessum sökum hafa SFS talið rétt að gjalda mikinn varhug við strandveiðum og allri aukningu kvóta í þágu slíkra veiða. Sífellt stærri sneið af köku Í öðru lagi hefur hlutfall strandveiða sífellt farið hækkandi, þrátt fyrir augljósa ágalla þessara veiða. Hlutfallið var 1,8% af ráðlögðum þorskafla þegar kerfið var sett á fiskveiðiárið 2008/09. Síðustu ár hefur hlutfall strandveiða verið 3,8-3,9%. Í fyrra var svo enn bætt í og strandveiðar voru 4,5% af heildarafla þorsks og á þessu ári fóru þær í tæplega 4,8%. Strandveiðar hafa því aldrei verið hærra hlutfall af heildarafla þorsks og þær hafa þrefaldast frá því kerfinu var komið á. Tíu þúsund tonn af tæpum 209 þúsund tonnum sem heildarkvóti þorskveiða er á yfirstandandi fiskveiðiári. Í þessu samhengi má hafa í huga að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/20, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Það hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð, en ekki að strandveiðar fái sífellt stærri sneið af kökunni við aflasamdrátt á umliðnum árum. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá felst í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars. Kvóti er þá tekinn af fyrirtækjum sem í dag skapa miklar tekjur og störf um allt land, fyrirtækjum sem þegar hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna mikils samdráttar í aflamarki á stuttum tíma, fólki sem treystir á störf og tekjur allt árið um kring. Það er engin sanngirni eða skynsemi í því að svipta fólk lífsbjörginni til þess eins að þjónkast þeim sem enga samstöðu sýna þegar gefur á bátinn. Því fer fjarri að allir sem stunda strandveiðar hafi sjávarútveg að aðalstarfi. Stór hluti þeirra gegnir öðrum störfum eða er kominn á aldur og lítur á veiðarnar sem spennandi áhugamál. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi verður ekki hjá því komist að nefna, að töluvert ákall er um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar. Aukning strandveiða mun síst svara því ákalli heldur þvert á móti. Afkoma þessara veiða er einfaldlega óviðunandi. Samkvæmt gögnum Hagstofu um hag veiða og vinnslu á umliðnum árum, hefur vart komið það ár þar sem strandveiðar hafa skilað viðunandi jákvæðri afkomu. Af því leiðir að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkefið einnig á samþættingu veiða og vinnslu. Þegar litið er til annarra þjóða, sem ekki hafa slíka eiginleika í sínu kerfi, má glögglega sjá hversu mikið þessi eiginleiki hefur tryggt verðmætasköpun í landvinnslu hér á landi. Fiskur er í óverulegum mæli fluttur óunninn úr landi, heldur eru úr honum gerð meiri verðmæti með frekari vinnslu hér á landi. Þetta hefur ekki aðeins tryggt meiri verðmæti fyrir þjóðarhag, heldur hefur þetta einnig tryggt trausta og góða atvinnu í fiskvinnslu allt árið. Staðreyndin er sú að afla strandveiða er að miklu leyti landað á markað og þaðan er hann að meginstefnu til fluttur óunninn úr landi. Hin mikilvæga verðmætasköpun í landi verður því takmörkuð með strandveiðum. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vafalaust ekki líklegt til vinsælda að gagnrýna hinn rómantíska blæ strandveiða. Það er hins vegar nauðsynlegt að halda staðreyndum til haga og minna á markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þjóðarhagur verður einfaldlega ekki betri á rómantíkinni einni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel. Þessi staða er hvorki ný né óvænt, en gjalda ber mikinn varhug við kröfu um aukinn kvóta til strandveiða. En hvers vegna þurfum við að fara varlega þegar hin árlega krafa kemur um stærri hlut strandveiða? Ástæðurnar eru nokkrar. Undantekning frá meginreglu kerfisins Í fyrsta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið á svokölluðu aflamarkskerfi (kvótakerfi), sem grundvallast á úthlutun framseljanlegra aflaheimilda. Kerfinu var komið á til að tryggja sjálfbærni og hámörkun verðmæta úr sjávarauðlindinni. Með þeim hætti hefur tekist að tryggja myndarlegt framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Strandveiðar eru frávik frá þessari meginreglu og einkenni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Með strandveiðum er verið að fjölga fiskiskipum, þrátt fyrir að fiskum í sjónum sé síst að fjölga. Útgerðarkostnaður eykst, umgengni um auðlindina verður verri og slysum fjölgar. Strandveiðar eru í eðli sínu kapphlaup þeirra sem veiða um takmarkað magn af fiski. Reynsla af slíkum kerfum, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar í heiminum, er ekki góð. Landaður afli verður alltaf meiri en ákveðið hefur verið, þar sem takmörkuð stjórn er á afla hvers skips. Af þessum sökum hafa SFS talið rétt að gjalda mikinn varhug við strandveiðum og allri aukningu kvóta í þágu slíkra veiða. Sífellt stærri sneið af köku Í öðru lagi hefur hlutfall strandveiða sífellt farið hækkandi, þrátt fyrir augljósa ágalla þessara veiða. Hlutfallið var 1,8% af ráðlögðum þorskafla þegar kerfið var sett á fiskveiðiárið 2008/09. Síðustu ár hefur hlutfall strandveiða verið 3,8-3,9%. Í fyrra var svo enn bætt í og strandveiðar voru 4,5% af heildarafla þorsks og á þessu ári fóru þær í tæplega 4,8%. Strandveiðar hafa því aldrei verið hærra hlutfall af heildarafla þorsks og þær hafa þrefaldast frá því kerfinu var komið á. Tíu þúsund tonn af tæpum 209 þúsund tonnum sem heildarkvóti þorskveiða er á yfirstandandi fiskveiðiári. Í þessu samhengi má hafa í huga að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/20, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Það hlýtur að vera sanngirnismál, að þegar dregið er úr ráðlögðum afla þá ættu allir að sitja við sama borð, en ekki að strandveiðar fái sífellt stærri sneið af kökunni við aflasamdrátt á umliðnum árum. Af einum tekið og öðrum fært Í þriðja lagi þá felst í kröfu um aukningu kvóta til handa strandveiðum, að taka þarf kvóta frá einum til þess að auka kvóta annars. Kvóti er þá tekinn af fyrirtækjum sem í dag skapa miklar tekjur og störf um allt land, fyrirtækjum sem þegar hafa orðið fyrir verulegum búsifjum vegna mikils samdráttar í aflamarki á stuttum tíma, fólki sem treystir á störf og tekjur allt árið um kring. Það er engin sanngirni eða skynsemi í því að svipta fólk lífsbjörginni til þess eins að þjónkast þeim sem enga samstöðu sýna þegar gefur á bátinn. Því fer fjarri að allir sem stunda strandveiðar hafi sjávarútveg að aðalstarfi. Stór hluti þeirra gegnir öðrum störfum eða er kominn á aldur og lítur á veiðarnar sem spennandi áhugamál. Minni verðmæti þjóðar Í fjórða lagi verður ekki hjá því komist að nefna, að töluvert ákall er um að þjóðin skuli fá meiri verðmæti fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar. Aukning strandveiða mun síst svara því ákalli heldur þvert á móti. Afkoma þessara veiða er einfaldlega óviðunandi. Samkvæmt gögnum Hagstofu um hag veiða og vinnslu á umliðnum árum, hefur vart komið það ár þar sem strandveiðar hafa skilað viðunandi jákvæðri afkomu. Af því leiðir að þjóðin verður af verðmætum og þjóðin verður fátækari en ella. Grefur undan verðmætasköpun í landi Í fimmta lagi byggir íslenska fiskveiðistjórnunarkefið einnig á samþættingu veiða og vinnslu. Þegar litið er til annarra þjóða, sem ekki hafa slíka eiginleika í sínu kerfi, má glögglega sjá hversu mikið þessi eiginleiki hefur tryggt verðmætasköpun í landvinnslu hér á landi. Fiskur er í óverulegum mæli fluttur óunninn úr landi, heldur eru úr honum gerð meiri verðmæti með frekari vinnslu hér á landi. Þetta hefur ekki aðeins tryggt meiri verðmæti fyrir þjóðarhag, heldur hefur þetta einnig tryggt trausta og góða atvinnu í fiskvinnslu allt árið. Staðreyndin er sú að afla strandveiða er að miklu leyti landað á markað og þaðan er hann að meginstefnu til fluttur óunninn úr landi. Hin mikilvæga verðmætasköpun í landi verður því takmörkuð með strandveiðum. Lífskjör verða ekki tryggð með rómantík Það er vafalaust ekki líklegt til vinsælda að gagnrýna hinn rómantíska blæ strandveiða. Það er hins vegar nauðsynlegt að halda staðreyndum til haga og minna á markmið fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þjóðarhagur verður einfaldlega ekki betri á rómantíkinni einni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar