Heimagert ekki endilega betra Hugrún Elvarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 17:00 Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun