Fótbolti

Enska úr­vals­deildin rann­sakar meint brot Chelsea á fjár­hags­reglum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Roman Abramovich var eigandi Chelsea þegar meint brot áttu sér stað.
Roman Abramovich var eigandi Chelsea þegar meint brot áttu sér stað. AP/Matt Dunham

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu rannsakar nú hvort Chelsea hafi brotið fjárhagsreglur deildarinnar. Meint brot áttu sér stað á meðan Rom­an Abramovich var eig­andi fé­lags­ins.

Núverandi eigendur Chelsea tilkynntu sjálfir möguleg brot félagsins þegar þeir tóku við eignarhaldinu af Abramovich. Chelsea hefur ekki verið kært af deildinni eins og stendur, en verði félagið fundið sekt um brot á fjárhagsreglum deildarinnar gæti félagið átt yfir höfði sér sekt eða að stig verði dregin af liðinu.

Fyrir aðeins tæpum tveimur vikum síðan var Chelsea sektað um tíu milljónir evra fyrir brot á fjárhagsreglum evrópska knattspyrnusambandsins UEFA á árunum 2012 til 2019.

Í umfjöllun Sky Sports um málið, þar sem fyrst var greint frá rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar, kemur fram að stjórnandur Chelsea hafi ekki viljað tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×