Leikskólaklúður Kópavogsbæjar Dagný Aradóttir Pind skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Dagný Aradóttir Pind Vinnumarkaður Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun