Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 13:48 Alma Ýr Ingólfsdóttir (t.h.), lögfræðingur, hefur boðið sig fram til formanns ÖBÍ en sitjandi formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir (t.v.), lætur af störfum í október. Vilhelm/Aðsent Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt. Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt.
Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00