Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 15:37 Maður gengur fram hjá gjaldeyrisskiptastöð í Moskvu í gær. Dollarinn fór yfir hundrað rúblur. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra. Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum. Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stýrivextir í Rússlandi eru nú tólf prósent eftir hækkunina. Gengi rúblunnar hefur veikst um meira en þriðjung frá upphafi árs og hefur ekki verið lægra í tæpa sautján mánuði. Rúblan styrkti sig aðeins eftir að tilkynnt var um hækkunina en lækkaði aftur eftir því sem leið á daginn, að sögn AP-fréttastofunnar. Maksim Oreshkin, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútín forseta, kenndi slælegri peningamálastjórn um veikt gengi gjaldmiðilsins í skoðanagrein í gær. Seðlabankinn hefði öll nauðsynleg verkfæri til þess að ná tökum á ástandinu. Vaxandi útgjöld til hernaðarmála og íþyngjandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja vegna innrásarinnar eru sagðar taka sinn toll af rússneska hagkerfinu. Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða mælist 7,6 prósent. Seðlabankinn hafði áður hækkað stýrivexti sína um eitt prósentustig í síðasta mánuði til þess að stemma stigu við verðhækkunum.
Rússland Fjármálamarkaðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira