Eru bókhaldsfyrirtæki góðir ráðgjafar? Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. ágúst 2023 11:31 Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á langri ævi sem starfsmaður stéttarfélags hef ég oft fengið að heyra hjá launagreiðendum að þeir séu sko að kaupa þjónustu og ráðgjöf frá bókhaldsfyrirtæki. Fullyrðingin sett fram með þjósti til að láta mig vita að hjá þeim sé nú allt á hreinu. Þetta kemur venjulega í kjölfar þess að gerðar eru athugasemdir við launagreiðslur, s.s. að launin sem greidd eru standast ekki kröfur um lágmarkskjör, vinnutímar í engu samræmi við kjarasamninga eða lög um hvíldartíma, ekki greiddar viðbótargreiðslur eins og desember og orlofsuppbætur, leiga er dregin af launum, án fyrirliggjandi samnings o.fl. og fl. þ.e. flest brotið sem hægt er að brjóta á starfsmanni. Stundum allt þetta en stundum þó bara sumt. Nú veit ég ekki hvaða samtal fer fram á skrifstofu bókhaldsþjónustna þegar atvinnurekandi kemur og semur um viðskipti. Ég myndi gjarnan vilja vera þar fluga á vegg. Við sem störfum hjá stéttarfélögunum höfum oft rætt skort á fræðslu fyrir þá sem vilja hefja atvinnurekstur. Fræðslu um réttindi og skyldur við launafólk og ríkiskassann. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að t.d. hlutir eins og lög um félagsaðild og starfskjaralögin í heild eru flókin fyrirbæri og getur verið snúið að túlka. Ég tala nú ekki um goðsögnina um félagafrelsið, réttinn til að velja sér stéttarfélag og lífeyrissjóð. Það leynast reyndar líka skúrkar í röðum stéttarfélaganna, sem ekki stunda eðlilega samskiptahætti og telja sig vera í samkeppnisrekstri. Það er efni í aðra grein. Aftur að litlu fyrirtækjunum og ráðgjöfunum. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef bent launagreiðendum á að þeir þurfi að kynna sér hvaða þjónustu þeir eru að kaupa. Er það bara aðstoð við að reikna út laun um hver mánaðarmót, burt séð frá lögum eða kjarasamningum, eða er það ráðgjöf við að gera ráðningarsamninga í samræmi við kjarasamninga og lög. Upplýsingar um hvaða réttindi fyrirtækið þarf að standa við gagnvart starfsmönnum. Rétturinn til greiðslu launa í veikindum og vinnuslysum, tryggingar sem fyrirtækið þarf að kaupa o.s. frv.. Sé starfsmanni boðin einhver hlunnindi, hvernig standa skuli að uppgjöri á þeim gagnvart skatti. Hvaða reglur gilda um öryggismál og hvað þurfi að leggja starfsmanni til, samkvæmt reglum vinnueftirlitssins. Upptalningin gæti verið mun lengri en læt þetta duga. Erfiðustu dæmin sem inn á borð stéttarfélaganna koma eru þegar einyrkjar halda að það sé sama hvort þeir reka sína starfsemi á eigin kennitölu eða stofna fyrirtæki um reksturinn, hf. e.h.f. eða s.f. . Stundum er mönnum svolítil vorkunn. Pabbinn eða jafnvel afinn hóf atvinnurekstur og vann hörðum höndum og allt gekk vel. Enginn lenti í slysi eða varð alvarlega veikur. Svo líða árin og einhverjir t.d. ættingjar bætast í hópinn sem vinna hjá litla fyrirtækinu. Stundum er greitt í stéttarfélag af því að það er fínt að fá styrk til að kaupa gleraugu, fyrir ræktinni og tala nú ekki um sumarbústaðina. Já og nú eru víst líka fræðslustyrkir. Svo koma allt í einu upp vandamál, einhverjir verða veikir eða lenda í slysi. Þá þarf fyrirtækið sem rekið er t.d. sem ehf. að standa skil á launum samkvæmt lögum og kjarasamningum e.t.v. í allt að sjö mánuði, áður en sjúkrasjóður stéttarfélagsins tekur við. Enginn ráðlagði fyrirtækinu að kaupa veikinda- og slysatryggingar hjá tryggingafélagi. Flestir hafa heyrt af skyldutryggingu vegna slysa en fæstir huga að tryggingu eða einhverjum ráðstöfunum vegna réttar til launa í veikindum. Því geta þessir mánuðir sem líða frá því að veikindi koma upp og þar til að stéttarfélagið tekur við verið þungir. Þar á við hið fornkveðna: Þú tryggir ekki eftirá! En ég spyr: Hver ber þá ábyrgð á ráðgjöfinni sem ekki var veitt? Höfundur er eftirlitsfulltrúi og fræðsluerindreki Stéttarfélags Vesturlands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun