Fótbolti

Rúnar stóð vaktina er Cardiff fór áfram | Fulham henti Tottenham úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Spain v Iceland - International Friendly LA CORUNA, SPAIN - MARCH 29: Runar Alex Runarsson of Iceland reacts during the international friendly match between Spain and Iceland at Riazor Stadium on March 29, 2022 in La Coruna, Spain. (Photo by Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images)
Spain v Iceland - International Friendly LA CORUNA, SPAIN - MARCH 29: Runar Alex Runarsson of Iceland reacts during the international friendly match between Spain and Iceland at Riazor Stadium on March 29, 2022 in La Coruna, Spain. (Photo by Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images)

Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Cardiff er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Birmingham í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld.

Rúnar og félagar komust í forystu strax á þriðju mínútu leiksins og liðið hélt 1-0 forystu fram að hálfleikshléi.

Heimamenn í Birmingham misstu svo mann af velli á 56. mínútu þegar Lukas Jutkiewicz fékk að líta beint rautt spjald áður en gestirnir tvöfölduðu forystu sína tólf mínútm síðar.

Heimamenn í Birmingham minnkuðu þó metin stuttu síðar, en Kion Etete sá til þess að Cardiff vann öruggan 3-1 sigur með marki á 3fjórðu mínútu uppbótartíma.

Þá vann Fulham góðan sigur gegn Tottenham í úrvalsdeildarslag í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara eftir venjulegan leiktíma.

Davinson Sanchez misnotaði þriðju spyrnu Tottenham áður en Kenny Tete tryggði Fulham sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×