Færðu rétt greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun? Björn Leví Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 10:00 Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR. Af hverju? Til að byrja með þarf að segja að þetta er flókið mál. Þetta snýst um að TR greiðir ellilífeyri til fólks en ef fólk er með auka tekjur þá skerðast greiðslurnar frá TR. Það má vera með smá tekjur (frítekjumark) áður en skerðingarnar fara af stað en vandinn er að það er ekki tekið tillit lífeyristekna á réttan hátt. Fyrst við höfum það á hreinu, dembum okkur í að skoða hvernig er rangt farið með lífeyristekjurnar. Í lögum um almannatryggingar er sagt að lífeyrisþegi sé annars vegar með almennt frítekjumark og hins vegar sérstakt frítekjumark. Lagagreinin hljómar svona: “Við útreikning fulls ellilífeyris skal lífeyrisþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 300.000 kr. á ári. Þá skal lífeyrisþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 2.400.000 kr. á ári.” - Svo er önnur málsgrein um hálfan ellilífeyri sem er nákvæmlega eins en með öðrum upphæðum. Þetta þýðir að lífeyrisþegi má hafa 300.000 kr. í tekjur á ári án þess að það skerði greiðslur frá TR, án þess að það skipti máli hvers konar tekjur það eru. Síðan er sérstakt frítekjumark upp á 2.400.000 kr. á ári vegna atvinnutekna. Svo lengi sem lífeyrisþegi er undir 2,4 milljónum á ári í atvinnutekjur, þá skerðast lífeyrisgreiðslur frá TR ekki neitt. Við vitum öll að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru atvinnutekjur, enda er greiddur tekjuskattur af þeim greiðslum. Frá því hvað teljast vera atvinnutekjur eru hins vegar gerðar undantekningar í lögum um almannatryggingar, að tekjur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð teljast ekki til tekna. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga teljast heldur ekki vera tekjur né heldur greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði eða lífeyrir almannatrygginga frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við. Takið eftir, hér er ekki veitt undanþága frá því að telja almennar lífeyrissjóðsgreiðslur sem atvinnutekjur eins og þær eru flokkaðar í lögum um tekjuskatt. Málið verður enn skýrara þegar tekjugrunnur örorkulífeyris er skoðaður. Þar er tekjugrunnurinn sá sami en fleiri undanþágur eru gerðar frá því sem telst til tekna. Þar ber helst að nefna: “3. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum þegar um er að ræða örorkulífeyri.” Með öðrum orðum þá eru greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skilgreindar sem atvinnutekjur samkvæmt lögum. Í lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága vegna þeirra tekna fyrir örorkulífeyri en EKKI fyrir ellilífeyri. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóðum eiga að vera flokkaðar sem atvinnutekjur vegna ellilífeyris og falla þar af leiðandi undir sérstaka frítekjumarkið (2,4 milljónir á ári). Útreikningurinn hjá TR gerir hins vegar ekki ráð fyrir því heldur reiknar lífeyrissjóðsgreiðslur ekki sem atvinnutekjur. Þetta sést skýrt þegar reiknivél TR er skoðuð. Ef gert er ráð fyrir greiðslum upp á 2,4 milljónum á ári úr lífeyrissjóðum þá er útreikningurinn svona. Rúmlega 4,7 milljónir á ári í ráðstöfunartekjur. Rúmlega 3,6 milljónir frá TR. Ef gert er hins vegar ráð fyrir því að þessar 2,4 milljónir séu atvinnutekjur þá er útreikningur hins vegar svona. Tæplega 5,5 milljónir á ári í ráðstöfunartekjur. Tæplega 4,9 milljónir frá TR. Það skiptir sem sagt máli í útreikningum TR hvaðan þú færð tekjurnar, hvort þær eru greiðslur úr lífeyrissjóði eða hvort það séu launagreiðslur. Þrátt fyrir að hvergi finnist í lögum heimild til þess að undanskilja greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum frá því að vera flokkaðar sem atvinnutekjur, nema hjá öryrkjum. Í þessu dæmi munar þar um 1,3 milljón á ári fyrir ellilífeyrisþega. Ábendingar um þetta hafa farið til Tryggingastofnunar, kærunefndar velferðarmála, ráðuneytis velferðarmála og Umboðsmanns Alþingis en hvergi hefur fengist viðurkenning á þessu misræmi. Það væri því eðlilegt að áætla sem svo að það sé ég sem sé í ruglinu einhvern vegin. Varla hafa allar þessar stofnanir og meira að segja Umboðsmaður Alþingis rangt fyrir sér? Hér þarf að athuga að það var skýr vilji Alþingis að lífeyrissjóðsgreiðslur ættu ekki að vera flokkaðar sem atvinnutekjur. Það kemur skýrt fram í greinargerðum laganna en þegar allt kemur til alls þá er það lagatextinn sem gildir og svo virðist vera að mistök hafi verið gerð þegar nýtt fyrirkomulag ellilífeyris var tekið upp árið 2016, þar sem örorkulífeyrisþegar höfnuðu því að verða hluti af þeirri breytingu sem þá var gerð. Það þurfti því að gera breytingar á frumvarpinu sem þingið var að vinna með á síðustu metrum þingsins og á síðustu metrum kjörtímabilsins meira að segja (af því að stjórnin sprakk út af Panamamálinu). Það sem virðist hafa gerst er að mistök hafi gerst þegar undanþágugreininni var breytt, sem var áður svona: “Þegar um er að ræða elli- og örorkulífeyri skv. 17. og 18. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Þarna var skýrt að þegar um ellilífeyri var að ræða (og örorkulífeyri) þá töldust lífeyrissjóðsgreiðslur ekki sem atvinnutekjur. Eftir breytingarnar urðu þetta tvær greinar, annars vegar: “Þegar um er að ræða örorkulífeyri skv. 18. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum, lögum um slysatryggingar almannatrygginga og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Og hins vegar: “Þegar um er að ræða ellilífeyri skv. 17. gr., tekjutryggingu skv. 22. gr. og ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum, lögum um slysatryggingar almannatrygginga og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Athugið að í tilfelli örorkulífeyris þá helst undanþágan um greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum en þá undanþágu er hvergi að finna í málsgreininni um ellilífeyrir. Lögunum var svo aftur breytt núna nýlega, en þar var bara um endurskipulagningu laganna hvað þetta varðar að ræða. Efnislega eru því lögin óbreytt hvað þetta varðar. Ég er búinn að benda ýmsum aðilum máls á þennan galla í mörg ár og á síðasta þingi gerði ég allt sem ég gat til þess að ýta við þessu máli í fjárlaganefnd þingsins, en fjárlaganefnd vísaði þessu máli frá sér til velferðarnefndar í lok síðasta þings. Hópur úr bæði fjárlaganefnd og velferðarnefnd fengu fulltrúa fjármálaráðuneytisins til sín til þess að útskýra sjónarmið ráðuneytisins í þessu máli en ekkert gagnlegt fékkst frá ráðuneytinu á þeim fundi. Þar vísaði fulltrúi ráðuneytisins bara á orðskýringar laganna sem rök fyrir því að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum flokkuðust ekki sem atvinnutekjur. Skilgreiningarnar eru svona: "9. Atvinnutekjur: Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu skv. 1. tölul. A-liðar og B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt sem og greiðslur sem koma í stað slíks endurgjalds. 10. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum: Greiðslur sem byggjast á iðgjaldi skv. 1. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997." Hvernig þessar skilgreiningar gera greiðslur úr lífeyrissjóðum undanþegnar frá því að vera flokkaðar sem atvinnutekjur var öllum nema fulltrúa fjármálaráðuneytisins ráðgáta. Enda er greiddur tekjuskattur af lífeyrissjóðsgreiðslum samkvæmt nákvæmlega þessum greinum tekjuskatts sem skilgreiningin um atvinnutekjur vísar í. Nánar tiltekið í A. lið 7 gr.: "1. Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir, [...]" Þetta var undir lok síðasta þings og nú bíður málið eftir að velferðarnefnd komi saman til þess að skoða þetta mál. Þar munu Píratar halda áfram að berjast fyrir því að lagabókstafurinn sé það sem gildi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR. Af hverju? Til að byrja með þarf að segja að þetta er flókið mál. Þetta snýst um að TR greiðir ellilífeyri til fólks en ef fólk er með auka tekjur þá skerðast greiðslurnar frá TR. Það má vera með smá tekjur (frítekjumark) áður en skerðingarnar fara af stað en vandinn er að það er ekki tekið tillit lífeyristekna á réttan hátt. Fyrst við höfum það á hreinu, dembum okkur í að skoða hvernig er rangt farið með lífeyristekjurnar. Í lögum um almannatryggingar er sagt að lífeyrisþegi sé annars vegar með almennt frítekjumark og hins vegar sérstakt frítekjumark. Lagagreinin hljómar svona: “Við útreikning fulls ellilífeyris skal lífeyrisþegi hafa almennt frítekjumark sem nemur 300.000 kr. á ári. Þá skal lífeyrisþegi hafa sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem nemur 2.400.000 kr. á ári.” - Svo er önnur málsgrein um hálfan ellilífeyri sem er nákvæmlega eins en með öðrum upphæðum. Þetta þýðir að lífeyrisþegi má hafa 300.000 kr. í tekjur á ári án þess að það skerði greiðslur frá TR, án þess að það skipti máli hvers konar tekjur það eru. Síðan er sérstakt frítekjumark upp á 2.400.000 kr. á ári vegna atvinnutekna. Svo lengi sem lífeyrisþegi er undir 2,4 milljónum á ári í atvinnutekjur, þá skerðast lífeyrisgreiðslur frá TR ekki neitt. Við vitum öll að greiðslur úr lífeyrissjóðum eru atvinnutekjur, enda er greiddur tekjuskattur af þeim greiðslum. Frá því hvað teljast vera atvinnutekjur eru hins vegar gerðar undantekningar í lögum um almannatryggingar, að tekjur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð teljast ekki til tekna. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga teljast heldur ekki vera tekjur né heldur greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði eða lífeyrir almannatrygginga frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við. Takið eftir, hér er ekki veitt undanþága frá því að telja almennar lífeyrissjóðsgreiðslur sem atvinnutekjur eins og þær eru flokkaðar í lögum um tekjuskatt. Málið verður enn skýrara þegar tekjugrunnur örorkulífeyris er skoðaður. Þar er tekjugrunnurinn sá sami en fleiri undanþágur eru gerðar frá því sem telst til tekna. Þar ber helst að nefna: “3. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum þegar um er að ræða örorkulífeyri.” Með öðrum orðum þá eru greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skilgreindar sem atvinnutekjur samkvæmt lögum. Í lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága vegna þeirra tekna fyrir örorkulífeyri en EKKI fyrir ellilífeyri. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að greiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóðum eiga að vera flokkaðar sem atvinnutekjur vegna ellilífeyris og falla þar af leiðandi undir sérstaka frítekjumarkið (2,4 milljónir á ári). Útreikningurinn hjá TR gerir hins vegar ekki ráð fyrir því heldur reiknar lífeyrissjóðsgreiðslur ekki sem atvinnutekjur. Þetta sést skýrt þegar reiknivél TR er skoðuð. Ef gert er ráð fyrir greiðslum upp á 2,4 milljónum á ári úr lífeyrissjóðum þá er útreikningurinn svona. Rúmlega 4,7 milljónir á ári í ráðstöfunartekjur. Rúmlega 3,6 milljónir frá TR. Ef gert er hins vegar ráð fyrir því að þessar 2,4 milljónir séu atvinnutekjur þá er útreikningur hins vegar svona. Tæplega 5,5 milljónir á ári í ráðstöfunartekjur. Tæplega 4,9 milljónir frá TR. Það skiptir sem sagt máli í útreikningum TR hvaðan þú færð tekjurnar, hvort þær eru greiðslur úr lífeyrissjóði eða hvort það séu launagreiðslur. Þrátt fyrir að hvergi finnist í lögum heimild til þess að undanskilja greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum frá því að vera flokkaðar sem atvinnutekjur, nema hjá öryrkjum. Í þessu dæmi munar þar um 1,3 milljón á ári fyrir ellilífeyrisþega. Ábendingar um þetta hafa farið til Tryggingastofnunar, kærunefndar velferðarmála, ráðuneytis velferðarmála og Umboðsmanns Alþingis en hvergi hefur fengist viðurkenning á þessu misræmi. Það væri því eðlilegt að áætla sem svo að það sé ég sem sé í ruglinu einhvern vegin. Varla hafa allar þessar stofnanir og meira að segja Umboðsmaður Alþingis rangt fyrir sér? Hér þarf að athuga að það var skýr vilji Alþingis að lífeyrissjóðsgreiðslur ættu ekki að vera flokkaðar sem atvinnutekjur. Það kemur skýrt fram í greinargerðum laganna en þegar allt kemur til alls þá er það lagatextinn sem gildir og svo virðist vera að mistök hafi verið gerð þegar nýtt fyrirkomulag ellilífeyris var tekið upp árið 2016, þar sem örorkulífeyrisþegar höfnuðu því að verða hluti af þeirri breytingu sem þá var gerð. Það þurfti því að gera breytingar á frumvarpinu sem þingið var að vinna með á síðustu metrum þingsins og á síðustu metrum kjörtímabilsins meira að segja (af því að stjórnin sprakk út af Panamamálinu). Það sem virðist hafa gerst er að mistök hafi gerst þegar undanþágugreininni var breytt, sem var áður svona: “Þegar um er að ræða elli- og örorkulífeyri skv. 17. og 18. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Þarna var skýrt að þegar um ellilífeyri var að ræða (og örorkulífeyri) þá töldust lífeyrissjóðsgreiðslur ekki sem atvinnutekjur. Eftir breytingarnar urðu þetta tvær greinar, annars vegar: “Þegar um er að ræða örorkulífeyri skv. 18. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum, lögum um slysatryggingar almannatrygginga og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Og hins vegar: “Þegar um er að ræða ellilífeyri skv. 17. gr., tekjutryggingu skv. 22. gr. og ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum, lögum um slysatryggingar almannatrygginga og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og viðbótartryggingavernd samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sama á við um sambærilegar bætur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr.” Athugið að í tilfelli örorkulífeyris þá helst undanþágan um greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum en þá undanþágu er hvergi að finna í málsgreininni um ellilífeyrir. Lögunum var svo aftur breytt núna nýlega, en þar var bara um endurskipulagningu laganna hvað þetta varðar að ræða. Efnislega eru því lögin óbreytt hvað þetta varðar. Ég er búinn að benda ýmsum aðilum máls á þennan galla í mörg ár og á síðasta þingi gerði ég allt sem ég gat til þess að ýta við þessu máli í fjárlaganefnd þingsins, en fjárlaganefnd vísaði þessu máli frá sér til velferðarnefndar í lok síðasta þings. Hópur úr bæði fjárlaganefnd og velferðarnefnd fengu fulltrúa fjármálaráðuneytisins til sín til þess að útskýra sjónarmið ráðuneytisins í þessu máli en ekkert gagnlegt fékkst frá ráðuneytinu á þeim fundi. Þar vísaði fulltrúi ráðuneytisins bara á orðskýringar laganna sem rök fyrir því að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum flokkuðust ekki sem atvinnutekjur. Skilgreiningarnar eru svona: "9. Atvinnutekjur: Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu skv. 1. tölul. A-liðar og B-lið 7. gr. laga um tekjuskatt sem og greiðslur sem koma í stað slíks endurgjalds. 10. Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum: Greiðslur sem byggjast á iðgjaldi skv. 1. mgr. 2. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997." Hvernig þessar skilgreiningar gera greiðslur úr lífeyrissjóðum undanþegnar frá því að vera flokkaðar sem atvinnutekjur var öllum nema fulltrúa fjármálaráðuneytisins ráðgáta. Enda er greiddur tekjuskattur af lífeyrissjóðsgreiðslum samkvæmt nákvæmlega þessum greinum tekjuskatts sem skilgreiningin um atvinnutekjur vísar í. Nánar tiltekið í A. lið 7 gr.: "1. Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir, [...]" Þetta var undir lok síðasta þings og nú bíður málið eftir að velferðarnefnd komi saman til þess að skoða þetta mál. Þar munu Píratar halda áfram að berjast fyrir því að lagabókstafurinn sé það sem gildi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun