Skiptir sannleikurinn Ragnar Þór einhverju máli? Björgvin Jón Bjarnason skrifar 7. september 2023 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Lífeyrissjóðir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun