Umfjöllun og viðtal: Valur - Haukar 77-78 | Haukakonur meistarar meistaranna eftir flautukörfu Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 20. september 2023 21:05 Haukar hrósuðu sigri í kvöld. Vísir/Bára Haukakonur urðu í kvöld meistarar meistaranna í körfubolta þegar þær lögðu Íslandsmeistara Vals í Origo höllinni. Sigurkarfan kom í þann mund sem lokaflautið gall, flautukarfa frá Keiru Robinson sem tryggði gestunum úr Hafnarfirði sigurinn. Leikurinn var hinn skemmtilegasti, mjög jafn leikur. Valskonur leiddu mest með sex stigum í leiknum og Haukakonur mest með sjö stigum. Gestirnir voru með leikinn í hendi sér þegar um tvær mínútur voru eftir en heimakonur náðu að snúa taflinu sér í vil og Hildur Björg Kjartansdóttir kom Valskonum yfir þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar tóku leikhlé, Keira fékk boltann eftir innkast, sótti inn fyrir þriggja stiga línuna, sleppti boltanum í átt að körfunni og skotið rataði rétta leið. Dómararnir, sem voru mættir aftur leiks eftir verkfall, skoðuðu hvort að tíminn hefði verið runninn út og gáfu eftir skoðun merki um að karfan væri góð og gild. Fyrsti titilinn á tímabilinu fer í Hafnarfjörðinn, til bikarmeistaranna frá því á síðasta tímabili. Af hverju unnu Haukar? Tilfinningin er sú að Haukar hafi verið oftar og lengur yfir heilt yfir í leiknum. Keira hitnaði þegar leið á leikinn og var klár í stóra augnablikið þegar það kom. Á tölfræðiskýrslunni er erfitt að sjá af hverju Haukar átt að vinna leikinn, mikið jafnræði var með liðunum en tölfræðin samt einhvern veginn fallegri á flestum stöðum Valsmegin. Það bara skiptir engu máli. Þessar stóðu upp úr: Keira var róleg framan af leik en steig upp þegar þess þurfti. Hún skoraði alls 19 stig, gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var næst best í liði Hauka með tíu stig, tvö varin skot, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar. Hjá Val átti Hildur virkilega góðan leik, skoraði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Baráttan í Söru Líf Boama var líka til fyrirmyndar að venju. Hún skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hvað gerist næst? Subway-deildin hefst í næstu viku. Haukar taka á móti nýliðum Snæfells á þriðjudag og Valur heimsækir Breiðablik. „Skulum hafa það á hreinu að þetta voru meira en tvær sekúndur“ Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við spila fantavel, langbesti leikurinn okkar á undirbúningstímabilinu og þetta lofar góðu upp á framhaldið. Auðvitað var leiðinlegt að tapa á flautukörfu en svona er bara lífið, sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Vals eftir tapið í kvöld Var fyrsta hugsun að karfan hjá Haukum væri góð og gild? „Þetta voru meira en tvær sekúndur, við skulum hafa það á hreinu. Bjallan gall eftir að hún losaði boltann, en hún nær einhverjum tveimur dripplum sem þú átt ekki að geta.“ „Mér fannst vera dugnaður í liðinu og leikmenn fylgja því sem við ætluðum að gera. Við aðlöguðum leik okkar aðeins í hálfleik og mér fannst við gera það vel. Ég var bara nokkuð sáttur.“ Fram kom í viðtalinu við Hjalta fyrir leik að von væri á amerískum leikmanni seinna í vikunni. Sú getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Eins og kom fram hér að ofan virtist Hildur vera að klára leikinn fyrir Val. Hún var öflug í leiknum. „Hún er bara þrusu „player“ ásamt öðrum i liðinu. Við erum með fullt af flottum leikmönnum sem eiga eftir að standa sig vel í vetur.“ Var gott að sjá dómarana mætta aftur til leiks? „Þeir eru velkomnir, takk kærlega,“ sagði Hjalti sem var ánægður að sjá dómarana aftur. Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Haukar
Haukakonur urðu í kvöld meistarar meistaranna í körfubolta þegar þær lögðu Íslandsmeistara Vals í Origo höllinni. Sigurkarfan kom í þann mund sem lokaflautið gall, flautukarfa frá Keiru Robinson sem tryggði gestunum úr Hafnarfirði sigurinn. Leikurinn var hinn skemmtilegasti, mjög jafn leikur. Valskonur leiddu mest með sex stigum í leiknum og Haukakonur mest með sjö stigum. Gestirnir voru með leikinn í hendi sér þegar um tvær mínútur voru eftir en heimakonur náðu að snúa taflinu sér í vil og Hildur Björg Kjartansdóttir kom Valskonum yfir þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar tóku leikhlé, Keira fékk boltann eftir innkast, sótti inn fyrir þriggja stiga línuna, sleppti boltanum í átt að körfunni og skotið rataði rétta leið. Dómararnir, sem voru mættir aftur leiks eftir verkfall, skoðuðu hvort að tíminn hefði verið runninn út og gáfu eftir skoðun merki um að karfan væri góð og gild. Fyrsti titilinn á tímabilinu fer í Hafnarfjörðinn, til bikarmeistaranna frá því á síðasta tímabili. Af hverju unnu Haukar? Tilfinningin er sú að Haukar hafi verið oftar og lengur yfir heilt yfir í leiknum. Keira hitnaði þegar leið á leikinn og var klár í stóra augnablikið þegar það kom. Á tölfræðiskýrslunni er erfitt að sjá af hverju Haukar átt að vinna leikinn, mikið jafnræði var með liðunum en tölfræðin samt einhvern veginn fallegri á flestum stöðum Valsmegin. Það bara skiptir engu máli. Þessar stóðu upp úr: Keira var róleg framan af leik en steig upp þegar þess þurfti. Hún skoraði alls 19 stig, gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var næst best í liði Hauka með tíu stig, tvö varin skot, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar. Hjá Val átti Hildur virkilega góðan leik, skoraði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Baráttan í Söru Líf Boama var líka til fyrirmyndar að venju. Hún skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hvað gerist næst? Subway-deildin hefst í næstu viku. Haukar taka á móti nýliðum Snæfells á þriðjudag og Valur heimsækir Breiðablik. „Skulum hafa það á hreinu að þetta voru meira en tvær sekúndur“ Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við spila fantavel, langbesti leikurinn okkar á undirbúningstímabilinu og þetta lofar góðu upp á framhaldið. Auðvitað var leiðinlegt að tapa á flautukörfu en svona er bara lífið, sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Vals eftir tapið í kvöld Var fyrsta hugsun að karfan hjá Haukum væri góð og gild? „Þetta voru meira en tvær sekúndur, við skulum hafa það á hreinu. Bjallan gall eftir að hún losaði boltann, en hún nær einhverjum tveimur dripplum sem þú átt ekki að geta.“ „Mér fannst vera dugnaður í liðinu og leikmenn fylgja því sem við ætluðum að gera. Við aðlöguðum leik okkar aðeins í hálfleik og mér fannst við gera það vel. Ég var bara nokkuð sáttur.“ Fram kom í viðtalinu við Hjalta fyrir leik að von væri á amerískum leikmanni seinna í vikunni. Sú getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Eins og kom fram hér að ofan virtist Hildur vera að klára leikinn fyrir Val. Hún var öflug í leiknum. „Hún er bara þrusu „player“ ásamt öðrum i liðinu. Við erum með fullt af flottum leikmönnum sem eiga eftir að standa sig vel í vetur.“ Var gott að sjá dómarana mætta aftur til leiks? „Þeir eru velkomnir, takk kærlega,“ sagði Hjalti sem var ánægður að sjá dómarana aftur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti