Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 25. september 2023 08:00 Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Geðheilbrigði Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Andleg heilsa er okkur öllum mjög mikilvæg. Vísbendingar sýna hins vegar að henni fer hrakandi. Aukið þunglyndi, einmannaleiki og kvíði er daglegur fylgifiskur allt of margra. Á tíu daga fresti fremur einhver á Íslandi sjálfsvíg. Það eru fáar heilbrigðisstéttir sem starfa jafn náið með sjúklingum og skjólstæðingum sínum og sjúkraliðar. Þess vegna hefur þessi þróun ekki farið fram hjá okkur. Það er ljóst að stjórnvöld og samfélagið allt þarf stórátak í þessum efnum. Nú er í gangi svokallaður „gulur september“ sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka að efla geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Von er um að átakið auki skilning og vitund fólks um mikilvægi geðræktar og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Nýtt nám í samfélagsgeðhjúkrun Eitt af mikilvægum skrefum sem tekin hafa verið að undanförnu og snertir þennan málaflokk, er nýtt fagskólanám fyrir sjúkraliða í samfélagsgeðhjúkrun og kennt er við Háskólann á Akureyri. Námið er ekki eingöngu mikilvægt fyrir okkur sjúkraliða, heldur einnig fyrir samfélagið allt. Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og því eðlilegt að þeir séu hluti af lausninni. Meginmarkmið þessa nýja náms er að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á þörfum einstaklinga með geðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Náminu er ætlað að auka þekkingu á geðsjúkdómum, geðröskunum og einkennum þeirra. Nemendur læra um mat á sjálfsvígshættu, tíðni sjálfsvíga og kynnast helstu bjargráðum. Sömuleiðis öðlast nemendur þekkingu og færni í geðhjúkrunarmeðferðum og læra mismunandi aðferðir til samskipta sem tryggja betur gæði í meðferð og fræðslu. Þá fá nemendur innsýn inn í hugmyndafræði endurhæfingar og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma, og öðlast frekari þekkingu í geðlyfjafræði og helstu flokkum geðlyfja, aukaverkunum og eftirliti með þeim. Nýtum mannauðinn Hér erum við að ræða um öflugan hóp sjúkraliða sem verður með mikilvæga viðbótarþekkingu á einni stærstu áskorun heilbrigðiskerfisins sem geðheilbrigðismálin eru. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands vinnum markvisst að því að upplýsa og hvetja stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni og stjórnvöld að taka tillit til þessa nýja vinnuafls. Geðheilsa og geðrækt er allra hagur og því skiptir máli að heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsfólk sé með á nótunum í þessum efnum og komi til með að nýti þá sérhæfingu sem kemur með þessu nýja fagháskólanámi fyrir sjúkraliða. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar