Nokkur orð um Sinfó Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 26. september 2023 11:34 Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun