Hvað ef það er ekki „allt í gulu“? Liv Anna Gunnell skrifar 4. október 2023 08:00 Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun