Hvað ef það er ekki „allt í gulu“? Liv Anna Gunnell skrifar 4. október 2023 08:00 Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun