Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Friðleifur Guðmundsson skrifar 5. október 2023 16:00 Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun