Síðasta ljósmóðirin á Íslandi… Alexandra Ýr van Erven skrifar 7. október 2023 09:31 …er í Smáralind. Þar standa Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bandalag háskólamanna (BHM) fyrir sýningunni Mennt var máttur um helgina. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á slæma stöðu námslánakerfisins á Íslandi og dregur upp mynd af því hvert Ísland gæti stefnt ef áfram verður haldið á braut undirfjármögnunar Menntasjóðs námsmanna. Ef fram fer sem horfir geta ákveðnar námsgreinar í háskólum verið í útrýmingarhættu. Á sýningunni er stigið inn í þá framtíð sem blasir við ef ekkert verður gert. Stuðningur við stúdenta er ekki einkamál stúdenta enda hefur það hvernig okkur tekst til að mennta stúdenta nútímans bein áhrif á það hvernig vinnumarkaður framtíðarinnar verður samansettur. Ísland er auðugt land með óvenju lágt menntunarstig en töluvert færri hafa lokið háskólamenntun á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Sjá nánar hér. Hefur tilgangur námslánakerfisins gleymst? Við þekkjum öll hina rómantísku ímynd af hinum fátæka stúdent sem þarf einfaldlega að harka á meðan námi stendur og svo þegar viðkomandi er kominn út á vinnumarkað getur sá hinn sami farið að lifa lífinu. Raunveruleiki íslenskra námsmanna er þó þvert á móti rómantískur enda ekkert rómantískt við það á Íslandi hafa 3% námsmanna þurft að neita sér matar yfir heilan dag vegna fjárskorts. Það er heldur ekkert rómantískt við þá staðreynd að Ísland á Evrópumet í fjölda stúdenta sem fullyrða að án launaðrar vinnu hefðu þau ekki efni á því að vera í námi. Það virðist vera sem svo að það þurfi að vekja íslensk stjórnvöld og minna þau á tilgang námslánakerfisins. Námslánakerfið er jöfnunartól sem á að tryggja að hver og einn sem það kýs geti aflað sér menntunar óháð stöðu sinni eða fjárhagslegu baklandi. Námslánakerfið er einnig fjárfestingartól. Það er verkfæri íslenskra stjórnvalda til þess að fjárfesta í mannauð sínum og menntun þjóðarinnar. Slík fjárfesting í þágu íslensks samfélags og atvinnulífs ætti að vera sniðin að þörfum lántaka svo sem flestir eigi þess kost að sækja sér menntun við hæfi. Fjárfesting í námi felur nefnilega í sér ábata fyrir samfélagið allt. Eins og sakir standa er eins og það hafi gleymst. Fjárframlög ríkisins til sjóðsins endurspegla í það minnsta ekki þessa staðreynd. Nú þegar lántökum hjá Menntasjóði námsmanna fer sífækkandi þurfa stjórnvöld að staldra við og velta fyrir sér hvernig framtíð bíður okkar án stuðnings við námsmenn. Síðasta ljósmóðirin er að sjálfsögðu ekki í alvörunni í Smáralind. Eða hvað? Ef fram fer sem horfir og stjórnvöld grípa ekki í taumana og fara að fjárfesta almennilega í menntun gæti sú framtíð verið nær okkur en við höldum. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Mennt var máttur er sýning í Smáralind sem stendur yfir föstudaginn 6. október til sunnudagsins 8. október. LÍS og BHM hvetja almenning til þess að mæta og berja mögulega framtíð Íslands augum. Hægt er að lesa sér frekar til um sýninguna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Háskólar Námslán Tengdar fréttir „Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. 3. október 2023 21:31 Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. 5. október 2023 22:42 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
…er í Smáralind. Þar standa Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bandalag háskólamanna (BHM) fyrir sýningunni Mennt var máttur um helgina. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á slæma stöðu námslánakerfisins á Íslandi og dregur upp mynd af því hvert Ísland gæti stefnt ef áfram verður haldið á braut undirfjármögnunar Menntasjóðs námsmanna. Ef fram fer sem horfir geta ákveðnar námsgreinar í háskólum verið í útrýmingarhættu. Á sýningunni er stigið inn í þá framtíð sem blasir við ef ekkert verður gert. Stuðningur við stúdenta er ekki einkamál stúdenta enda hefur það hvernig okkur tekst til að mennta stúdenta nútímans bein áhrif á það hvernig vinnumarkaður framtíðarinnar verður samansettur. Ísland er auðugt land með óvenju lágt menntunarstig en töluvert færri hafa lokið háskólamenntun á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Sjá nánar hér. Hefur tilgangur námslánakerfisins gleymst? Við þekkjum öll hina rómantísku ímynd af hinum fátæka stúdent sem þarf einfaldlega að harka á meðan námi stendur og svo þegar viðkomandi er kominn út á vinnumarkað getur sá hinn sami farið að lifa lífinu. Raunveruleiki íslenskra námsmanna er þó þvert á móti rómantískur enda ekkert rómantískt við það á Íslandi hafa 3% námsmanna þurft að neita sér matar yfir heilan dag vegna fjárskorts. Það er heldur ekkert rómantískt við þá staðreynd að Ísland á Evrópumet í fjölda stúdenta sem fullyrða að án launaðrar vinnu hefðu þau ekki efni á því að vera í námi. Það virðist vera sem svo að það þurfi að vekja íslensk stjórnvöld og minna þau á tilgang námslánakerfisins. Námslánakerfið er jöfnunartól sem á að tryggja að hver og einn sem það kýs geti aflað sér menntunar óháð stöðu sinni eða fjárhagslegu baklandi. Námslánakerfið er einnig fjárfestingartól. Það er verkfæri íslenskra stjórnvalda til þess að fjárfesta í mannauð sínum og menntun þjóðarinnar. Slík fjárfesting í þágu íslensks samfélags og atvinnulífs ætti að vera sniðin að þörfum lántaka svo sem flestir eigi þess kost að sækja sér menntun við hæfi. Fjárfesting í námi felur nefnilega í sér ábata fyrir samfélagið allt. Eins og sakir standa er eins og það hafi gleymst. Fjárframlög ríkisins til sjóðsins endurspegla í það minnsta ekki þessa staðreynd. Nú þegar lántökum hjá Menntasjóði námsmanna fer sífækkandi þurfa stjórnvöld að staldra við og velta fyrir sér hvernig framtíð bíður okkar án stuðnings við námsmenn. Síðasta ljósmóðirin er að sjálfsögðu ekki í alvörunni í Smáralind. Eða hvað? Ef fram fer sem horfir og stjórnvöld grípa ekki í taumana og fara að fjárfesta almennilega í menntun gæti sú framtíð verið nær okkur en við höldum. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Mennt var máttur er sýning í Smáralind sem stendur yfir föstudaginn 6. október til sunnudagsins 8. október. LÍS og BHM hvetja almenning til þess að mæta og berja mögulega framtíð Íslands augum. Hægt er að lesa sér frekar til um sýninguna hér.
„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. 3. október 2023 21:31
Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. 5. október 2023 22:42
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar