Friður og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. október 2023 10:30 Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun